Áramót - 01.03.1909, Page 39
43
Louis, Mo. — og kynni lians af kristnu fólki í
þeirri átt lútersku kirkjunnar í Bandaríkjununi.
Séra Páll var mjög alvörugefinn maðr, til þess
búinn að fórna sjálfum sér fyrir sannleik sálu-
hjálparinnar og að öðru leyti bezti drengr. En
hann var miklu meir lúterskr en eg og því mjög
andvígr þeirri kirkjulegu stefnu, sem eg aðhyllt
ist. Og varð fyrir þessa sök all-hart stríð út af
kristindóminum meðal frumbyggjanna íslenzku
við Winnipeg-vatn samfara harðri baráttu allra
fyrir hinni jarðnesku afkomu. Sumir hafa talið
þetta andlega nýlendustríð vort með öllu óþarft
og jafnvel eingöngu til bölvunar. Að tilætlan
drottins átti það þó vissulega að verða oss til
trúarlegrar vakningar og sjálfsprófunar. 1 raun
réttri var það regluleg lífsnauðsyn. Enda fórum
vér sem þjóðflokkr upp frá þessu að opna aug-
un og átta oss á sjálfum oss og sögutáknum sam-
tíðarinnar. Og ekki að eins trúin kristna hjá ls-
lendingum fór nú að þekkja sjálfa sig; vantrúin
eða óbeitin á kristindómsopinberaninni fór nu
einnig óðum meðal fólks vors að átta sig á vilj t-
stefnu sinni. Það voru um þetta leyti í sögu* ís-
lenzks þjóðlífs í heild þess að verða ljósaskifti, á-
kveðnari, auðsærri, en nokkru sinni áðr. Is-
lenzka þjóðin liafði alla öldina áðr í andlegu
tilliti verið eins og á milli vita; trú og vantrú
runnin saman í eitt bæði lijá klerkum og leik
mönnum, — allt í endalausum, óskiljanlegum,
ömurlegTim hrœrigraut, og grá þoka yfir öllu. En
á þessu stigi sögunnar fór að verða aðskilnaðr;
bæði trúin — það lítið, sem til var af verulega
kristilegri trú í hinni andlegu þjóðeign vorri —