Áramót - 01.03.1909, Side 43
47
meðal lan;la vorra í Dakota. En liann hvarf
burt úr þeirri stöðu nálega undir eins og íslenzku
kirkjufélagið var orðið til; en drengilega studdi
hann að því áðr en hann fór burt, að saman
drœgi með „norðanmönnum“ og „sunnanmönn-
um“, eða kirkjuflokkum þeim tveim meðal Vestr
Islsndinga, sem myndazt höfðu nokkrum árura
áðr upp úr trúmála-ágreiningi vorum í Nýja Is
landi. Helzt vildi kvenréttar-málið, eða ólíkr
skilningr vor á guðs orði um það efni, varða
þröskuldr í vegi fvrir því, að kirkjuleg samein
ing gæti tekizt. En ágreiningsefni það hvarf og
flokkarnir runnu saman í eitt. Kirkjufélagið
nýstofnaða lét það verða eina sína fyrstu fram-
kvæmd að stofna tímarit, sem vera skyldi mál-
gagn þess. Nafn var því kosið samkvæmt ástœð
um — Sameiningin. Og varð það lilutverk mitt
að vera ritstjóri blaðsins, og svo sem alkunnugt
er hefi eg verið í þeirri stöðu ávallt síðan. Þar
er kirkjumálasaga vor Vestr-lslendinga á því
skeiði félags vors, sem liðið er, geymd komandi
kynslóðum. Enginn var prestvígðr maðr annai
í hópi vorum frá því, er séra II. B. Th. fór burt
til að starfa meðal Norðmanna þar til á öðru árs-
þingi kirkjufélagsins. En þá kom séra Friðrik
J. Bergmann, ný-vígðr, til sögunnar, og lét undir
eins mikið til sín taka. Andlega hafði hann
allra seinast mótazt í prestaskóla General Coun-
cil-manna í Philadelphia og var í öllum skilningi
frábærlega sterk-lúterskr maðr samkvæmt stefnu
þeirrar mikilsvirtu kirkjudeildar. Brátt varð
hann, með margvíslegum hœfileikum sínum og
dugnaði, mér einkar kær samverkamaðr. Fullt