Áramót - 01.03.1909, Síða 45
49
breyting á lijá oss með öllu mótspyrnulaust.
Fyrir áhrif hans tók kirkjufélag vort snemma að
haJla sér að General Council, og frá lionuin fyrst-
um kom fram tillaga um það, að vér lúterskir Is-
lendingar liér í álfu gengjum beinlínis inn í þann
vokluga kirkjufélagskap. Á þá tillögu féllst eg
eins og á stóð, enda þótt eg skildi ekki vel, hvern-
ig brœðr vorir í þeirri ensk-lútersku kirkjudeild
með trúarjátninga-ákvæðum þeim, er þeir hafa í
sínum lögum, gæti veitt oss hjá sér inngöngu án
þess að brjóta skýran bókstaf í kirkjulegum meg-
inreglum sínum. Eigi að síðr lét eg liér berast
með straumnum og tók að ganga að því vísu, að
í Gen. Council væri hinu smáa kirkjufélagi voru
búin framtíðarvist. Og þótt ekki hafi enn neitt
orðið af inngöngu vorri þar, og verði líklega
aldrei, þá liefir oss þaðan komið sívaxandi stuðn
ingr, einkum auðvitað með menntaninni trúar-
legu og kirkjulegu, sem þeim, er hjá oss hafa
gjörzt leiðtogar safnaðanna, liefir hlotnazt í
prestaskólanum í Chicago. Af öllu hjarta að-
hylltist eg undir eins þann skilning á guðs orði,
sem ráðandi er í General Council, þótt sumum
auka-atriðum kirkjulegum, sem þar er haldið
fram, sé eg ósamþykkr og myndi enn meir hafa
andœft í baráttu vorri innan kirkjufélags vors
en komið hefir fram í reyndinni, ef ekki hefði
hjá oss í Jesú nafni verið við annað miklu meir i
og alvarlegra að stríða: vantrúna íslenzku bæði
innan kirkju og utan.
Aldrei liefir í sögu þjóðar vorrar frá þvi
fyrst, er liún fékk kristindóminn til sín, neitt
líkt því borið á því stórveldi myrkraríkisins eins