Áramót - 01.03.1909, Page 46
5°
og á aldar-fjórðungi þeim, sem liðinn er síðan
kirkjufélag vort liið íslenzka og lúterska varð til,
— jafnvel ekki á Sturlungaöld, þá er forfeðr vorir
fyrir eigin syndir voru að missa þjóðernislegi
sjálfstœði og frelsi. Meiri hluti þjóðarinnar,
með skólagengnu mönnunum í broddi fylkingar,
aðhylltist vantrúna augsýnilega, ýmist vitandi
eða óafvitandi. Á móti þeim straum var alveg
sjálfsagt að stríða, af öllum lífs og sálar kröft-
um, á grundvelli guðs orðs í nafni mannkyns-
frelsaians Jesú Kii-.ts; til þess hafði hann kall
að mig aftr og aftr; og til þess hafði hann aug
sýnilega látið kirkjufélag þetta verða til. Núvar
ekki lengr eins og meðan eg átti heima í Nýja ís--
landi og áðr að rœða um meir og minna réttan
eða meir og minna skakkan skilning á einstökum
ritningargreinum, eða um afbrigði kirkjulegra
skoðana, eða um ýmislegan stefnumun á svæði
kristinnar trúar; heldr um það, hvort kristin-
dómrinn í heild sinni eða að meginmáli væri í
raun og veru sannleikr, guðdómlegr sáluhjálpar-
sannleikr, eða ekki. Annaðhvort var nú að
hrökkva eða stökkva, vera af alefli með, eða vera
af alefli á móti. Frá þessu sjónarmiði varð
kirkjufélag vort lúð íslenzka og lúterska til. Það
ieit og um tíma svo lít, að vantrúin herti stórum
á sér eða fœrðist í aukana út af tilveru kirkjufé-
lagsins. Á vanmætti mínum hefi eg sí og æ
þreifað, frá því fyrst er út í hina kirkjulegu bar-
áttu var komið. Og að sjálfsögðu fann eg til
freistingar í þá átt að slaka að meira eða minna
leyti til við andstœðinga-fansinn, sem hataðisí
við kristindóminn og vildi hann upprœttan í