Áramót - 01.03.1909, Page 47
5i
heiminum eða að minnsta kosti hjá þjóðflokki
vorum. Þá mundi mótspyrnan dvína og vin-
sældir vaxa. En með lijálp drottins tókst að yf
irstíga þá freisting. Langa-lengi lá eg hér á ár
unum fyrir dauðanum í kvalafullum sjúkdómi
Vantrúarofsinn gegn kirkjufélaginu og mér, —
því eg galt þess, eða það galt mín — liafði um það
leyti brotizt út með nokkurn veginn eins sterku
afli og til var. Þá var hvöt til sjálfsprófunar
fyrir mig að því er trúna mína kristnu snerti. Og
þá vann eg frelsara mínum það heit að reynast
honum og málefni hans trúr þaðan í frá. Það
heit langar mig til að efna með náðarríkri hjálp
hans, og hingað til hefi eg, enn þótt í miklum
veikleik, verið að leitast við að efna það.
Mörg hafa svo sem alkunnugt er verið brigzl-
in, sem yfir mig hafa dunið fyrir þessa sök.
Meðal annars hefir því verið haldið fram, að eg
væii með hnúurn og hnefum að leiða rammlegt
klerkavald inn í sögu þjóðar vorrar. En slíkt
brigz! nær engri átt. Það er naumast neinn til
í kennimannlegri stöðu í nútíðarkristninni, sem
hafi minni tillmeiging í þá átt en einmitt eg, og
segi eg þetta engan veginn mér til liróss. Því
er ekki að neita, að eg hefi fremr ótrú á prestum
— og liefi ávallt haft; svo lengi sem eg ekki hefi
lært að þekkja menn í þeirri stöðu að góðu, liggr
mér við að gruna þá alla um græsku. Og helzt
vilda eg geta kennt söfnuði mínum og öllum öðr-
um söfnuðum að komast sem mest af án þeirra
manna, er prestsnafn bera — í þeirri mérking
orðsins, sem nú er tíðast í það lögð af almenn-
ingi; en þessu samfara það, að safnaðarlýðrinn