Áramót - 01.03.1909, Page 49
53
liefi einna helzt haft fyrir leiðarljós í kirkjulegri
trúarjátninga-frœði. En ekki er hann heldr lút-
erskr. Saga mín, eins og hún beinlínis eða ó-
beinlínis birtist í Sameiningunni öll þau ár, sem
eg hefi liaft ritstjórn þess blaðs á hendi, ber þess
vott, hvað eg í kennimannlégri framkomu minni
um fram allt hefi lagt áherzlu á. Og prédikanir
mínar, þær allar, er prentaðar liggja frámmi fyr-
ir almenningi, jafnvel enn þá skýrar. ■
Enn eru tímamót í sögu íslenzks trúarlífs eða
vantrúarlífs. Um næstu tímamót á undan þess-
um var að verða aðskiinaðr hinna andlegu afla
hjá þjóð vorri. Trúin og vantrúin voru þá hrað-
fara hvor um sig að koma út úr þokunni. En
við tímamót þau, sem nú eru yfir oss að líða, er
þetta tvennt aftr að renna saman í eitt,. falla í
faðmlög, vefja sig saman, kyssast, gleypa hvort
annað — með öðrum orðum: hverfa að qýju inn í
þokuna. Að þessu eru stórhöfðingjarnir í kirkj-
unni á íslandi nú sem óðast að vinna, með tii-
styrk annarra eins andlegra fóstbrœðra og
þeirra Einars Hjörleifssonar og Guðmundar
Friðjónssonar, föður _.,Ólafar í Ási“., Yinr vor
Einar Hjörleifsson, .„Ofreflis“-skáldið, sá það
forðum, er hann var hér vestra með oss, að þá
var að verða aðskilnaðr á trúarsvæði íslenzks
þjóðlífs — að trúmennirnir og vantrúarmenn-
irnir íslenzku voru teknir að búa félagslega um
sig hvorir í sínu lagi með skýrri og afmarkaðri
stefnuskrá. Honum fannst það vottr þess, að
íslenzk heimska væri að dvína, vitið hjá almenn-
ingi að glœðast. Með þeim skilningi og þar nf
leiðanda fögnuði hvarf hann heim til hinna fornu