Áramót - 01.03.1909, Síða 50
54
átthaga á íslandi. En nú er svo komið, að hon-
um sýnist það vera svart, sem lionum áðr virtist
hvítt, og hvítt það, er hann áðr taldi svart.
Hann telr vizkuna mestu nú búandi í ríki Heimsku
drottningar, eftir því sem hann leit á þá. Hann
hefir Jjurrkað út landamerkin milli kristindóms
og heiðindóms, og látið livorntveggja renna sam-
an, verða að kássu eða hrœrigraut. Er sjálfr
kominn norðr og niðr inn í steingráa heljarþoku.
Og hefir dregið þangað með sér stóru stjörnurn-
ar allar á söguhimni íslenzku ríkiskirkjunnar í
halanum eins og Lúcífer. Og það er nú sem óð-
ast verið að freista stjarnanna hér — vestr-is-
lenzkra stjarna, kirkjulegra og ókirkjulegra,
kristinna manna og ekki kristinna, manna með
lrt-rsku nafni og manna í hópi Únítara — til að
vera þarna með. Þessi breyting varð á vini vor-
um, sem nú má nærri því kalla erkibiskup 13-
lands, við það, er liann sökkti sér á kaf niðr í for
að andatrúarinnar — samfara afskiftum hans af
biblíu-‘kritíkinni’ og ‘nýju’ guðfrœðinni. Með
því ömurlega uppátœki lenda allir ínn í þokuna
eins og forðum reyndist með Barjesús eða Elý-
mas, andatrúarmanninn ógleymanlega, sem Páll
postuli komst í kast við í Kíprey á fyrstu kristni-
boðsferð sinni, svo sem frá er skýrt í 13. kap. í
Gjörðabók postulanna.
Inn í það myrkr fer eg aldrei hvort sem
þokulýðrinn lastar mig eða lofar. Og kirkjufó-
lag vort verðr að hafa hug til að láta aldrei af
neinum þoka sér í þá átt, hvort sem því er klapp-
að á öxlina með fleðulátum og fagrgala, eða því