Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 54
53
að meginmál kristindómsins sé trúin á mannkyns-
frelsarann Jesúm Krist.
Þess vegna finst mörgum óþarft að fást um
annað, úr því eining getur virst vera um það,
sem er aðalatriðið. Enda er það ósleitilega borið
á þá, sem halda fram liinni eldri skoðun á
ritningunni, að þeir leggi jafna áherzlu á auka-
atriði og aðalatriði, eða jafnvel að þeir leggi svo
mikla álierzlu á auka-atriði, að það dragi úr aðal-
atriðum og skyggi á þau. Þeir tíundi “myntu,
anis og kúmen”, en gangi um of fram hjá hinum
stórvægilegu atriðum hins guðdómlega lögmáls
og opinberunar.
Úrlausnin á því hvers vegna menn láta sér
ekki nægja þessa einingu, sem um er getið, liggur
eflaust í því, að hún er meir á yfirborði en í efni.
Menn viðhafa sömu orð, en leggja ekki í þau sömu
merkingu. En það er aldrei happasæl leið til
sameiningar. Skal frekari grein fyrir þessu
ger.
Menu samþykkja það, að aðalgildi ritningar-
innar sé í því fólgið, að hún geymi Kristsmynd-
inu. En þegar frekar er um málið rætt, kemur
í ljór, að Kristsmyndin er ekki ákveðið hugtak
hjá hreint öllum. Sumir halda því fram, að kenn-
ingin um yfirnáttúrlegan getnað Krists sé hinni
sönnu Kristsmynd óviðkomandi. Aðrir, að
kraftaverkin heyri henni ekki til, og að upprisan
sé aðskiljanleg frá henni. Enn aðrir vinsa úr
nokkuð af siðferðiskenningum frelsarans; segja
þær vera ósamboðnar Kristi. Sömu leið fara
hjá nokkrum ummæli Krists um sjálfan sig, og
alt það í kenningum hans, sem þeim finst bera