Áramót - 01.03.1909, Síða 57
6i
Hver er þá vitnisburður Krists um gamla
testamentið? Að hann hafi enga skoðun látið í
ljós um það efni, er víst ekki haldið fram lengur
af neiUum í fullri alvöru. Síðar skal grein fyrir
því ger, hvernig leitast er við að gera ómerkan
vitnisburð Krists um gamla testamentið. En
það stendur eins fyrir því, að orð hans eins og
þau liggja fyrir í nýja testamentinu benda til og
kenna ákveðna skoðun á gamla testamentinu sem
guðs innblásnu orði.
Það eitt fyrir sig er eftirtektavert, live mikið
af ræðum Krists og kenningum snertir gamla
testamentið á einn éða annan hátt. 1 fjallræð-
unni eru t. d. 14 vers úr g. t. beinlínis tilfærð.
Auk þess eru þar um .40 vers, sem benda til g. t.
beinlínis eða óbeinlínis. Orðið “lögmál”, þegar
það merkir Móse bækurnar eða gamla testament-
ið í heild sinni, kemur fyrir um 30 sinnum í guð-
spjöllunum.*) Orðið “spámaður“, þegar átt er
við spámenn gamla testamentisins eða bækur
þeirra, kemur fyrir 60 sinnum eða meir. Orð,
sem tákna ritningarnar, 24 sinnum; “skrifað
phusar, sem lifði á fyrstu öld. Hann segir: ,,Því vér höfum ekki ó-
tal ósamhljóða bækur.er koma í bága liver viðaðra, heldur 22 aðeins,
sem ná yfir sögn allra alda, og réttilega eru staðfestar sem guðdóm-
legar.’‘ Svo gerir hann grein fyrir skiftingu ritanna, og segir enn-
fremur: ,,Frá Artaxerxes (d. 425 f. Kr.) til vorra daga hefir sagan
verið skráð ítarlega, en er ekki álitin að verðskulda sömu viðurkenn-
ingu, vegna þess óbrotiu röð spámannanna hélst ekki lengur. “ Kem-
ur þetia heim við vitnisburð nýjatestamentisins. Þar er talað um ritn-
ingarnar sem vel þekt ritasafn. Að deilt var um tvær bækur síðar
sannar alls ekki, að ritasafnið hafi ekki áður verið til.
*) Tölur þær. er hér fylgja á eftir, eru teknar úr ,,The Bible
Student and Teaoher."