Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 60
64
“Nú getur þvínær enginn vafi á því leikið, að
Kristur trúði sannsöguleik þeirra atburða (úr g.
t.), er hann minnist á, og eins því, að Móse hafi
verið höfundur hóka þeirra, er við liann eru kend-
ar“ ((Old Testament Criticism, p. 209).
Setjum nú við hlið þessa vitnisburðar vitn-
isburð gamla testamentisins um sjálft sig. Það
er viðkvæðið hjá þeim, sem aðhyllast hina nýrri
skoðun á ritningunni, að gamla testamentið lýsi
því, hvernig hugsun ísraelsmanna um guð þrosk-
aðist. Opinberunin liafi verið í því fólgin að eins,
að Israelsmenn reyndu meira á sig til að eignast
sanna guðshugmynd en aðrar þjóðir. Þetta er
hó engan veginn vitnisburður gamla testamentis-
ins sjálfs um þá opinberun, er það flvtur. Það
heldur því fram ætíð, að sú opinberun sé orð guðs
til mannanna. Einhver tók sér fyrir að telja,
hvað oft “drottinn sagði”, eða orð, sem merktu
það sama, kæmi fyrir í Mósebókunum, og fann
það á 560 stöðum. Tökum svo hinn margítrekaða
vitnisburð spámannanna um að orð drottins hafi
komið til sín. Hjá Jeremíasi einum kemur það
fvrir um 100 sinnum. Og í seinustu bókinni í
gamla testamentinu, sem er að eins fjórir kapí-
tular, kemur “drottinn segir” fyrir 24 sinnum.
— Þetta, og ótalmargt fleira, bendir til þess, að
vitni«burður gamla testa-mentisins um sjálft sig
gangi í sömu átt og vitnisburður frelsarans.
Svo mætti benda á, livernig rithöfundar nýja
testamentisins vitna um gildi gamla testamentis-
ins á sama hátt og frelsarinn. Margar ritning-
argreinar þess efnis eru alkunnar, og hafa þrá-
faldlega verið t'ilfærðar. 1 stað þess að endur-