Áramót - 01.03.1909, Síða 61
65
taka það vi] eg benda á, livernig litið er á þann
vitnisburð af mikilsmetnum fylgismanni hinnar
nýju skoðunar á ritningunni, skozka guðfræð-
ingnum George Adam Smith. Hann segir, og
talar í þessu efni úr flokki: “Postularnir höfðu
þá skoðun, að gamla testamentið hefði varanlegt
gildi, samfara því, að þeir höfðu mjög ákveðna
skoðun um innblástur textans. “Og að þeir hafi
verið styrktir í þessari skoðun af frelsaranum
sjálfum er nú alment viðurkent.
Nýja testamentið var ekki til á holdsvistar-
dögum Krists, og verða því ekki nein orð tilfærð
frá lionum, sem vitna um það beinlínis. Enda
mun að líkindum enginn, sem viðurkennir vitnis-
burð hans um gamla testamentið, setja það nýjn
skör lægra. En ýms orð frelsarans gefa bend-
ingu um það óbeinlínis, hvernig beri að skoða
nýja testamentið. Um orð sín segir hann:
“Himinn og jörð munu líða undir lok, en mín orð
munu alls eigi undir lok líða” (Matt. 24, 35). Og
aftur: “Nú vita þeir (lærisveinarnir), að alt,
sem þú hefir gefið mér, er frá þér, því að orðin,
sem þú gafst mér, hefi eg gefið þeim, og þeir
hafa meðtekið þau....” (Jóh. 17, 17—18). Svo
þessi orð, þegar hann sendi út postulana: “En
þegar þeir fara með yður inn í samkunduhús
sín og fram fyrir höfðingja og valdsmenn, verið
þá eigi hugsjúkir, hvernig eða með hverju þér
eigið að verja yður, eða hvað þér eigið að segja,
því heilagur andi mun kenna yður á sömu stundu
hvað segja ber.” (Lúk. 12, 11—12). Ætti þetta
að vera trygging fyrir því, að ræður Péturs,
Páis, Stefáns, og annara hinna fyrstu lærisveina.