Áramót - 01.03.1909, Side 63
6 7
um. Þá er og ákveðinn vitnisburður Opinberun-
arbókarinnar um það, að hún sé innblásin. Og
svo ber að rnuna, að skoðun hinnar fyrstu kristni
á ritum nýja testamentisins, var auðvitað bygð
á vitnisburði höfundanna sjálfra.
Á grundvelli framangreinds vitnisburðar
liefir kristin kirkja viðtekið ritninguna sem guðs
innblásið orð. Að minsta kosti ætti að vera
augljóst, hvílík fjarstæða það er að segja, að ritn-
ingunni sjálfri sé ekki um að kenna, þó því sé
haldið fram að hún sé óskeikult guðs orð. Það
er talað af nokkrum eins og kikjan hafi til búið
þá kreddu frá sjálfri sér, án þess að hafa nokkuð
við að styðjast. Það er eins og innblástrskenn-
ingunni hafi verið troðið upp á biblíuna. nauðuga.
Heilbrigð skynsemi segir manni, að sé biblí-
an áreiðanleg bók, megi taka vitnisburð hennar
um sjálfa sig gildan. En megi ekki taka þann
vitnisburð gildan, eins skýr og ákveðinn og hann
er, hlýtur hugsandi mönnum að finnast sterk á-
stæða til að hafna vitnisburði hennar um önnur
efni. Hin eldri skoðun á ritningunni tekur vitn-
isburð hennar gildan. Hiin hefir ekkert á móti
því, að hann sé gagnrýndur sem mest má verða.
En liún setur ekki skilið, hvernig það eykur sann-
leiksgildi biblíunnar að hafna honum með öllu.
Séu þær ótal kröfur ritningarinnar sjálfrar um
að vera og flytja óskeikult guðs orð ekki sannar,
er biblían fjarri því að vera trúverðug bók. Bók-
in, sem leggur svo mikla áherzlu á sannleika, væri
þá bezta dæmi upp á það, hve langt menn geta
gensið í því að vanrækja sannleikann.
Viljum vér nú benda á með fáum orðum, hvað