Áramót - 01.03.1909, Page 64
68
oss finst liggja í því að taka vitnisbnrð biblíunn-
ar um sjálfa sig gildan. Fyrst og fremst lilýtur
maður þá að viðurkenna sem beina opinberun frá
gnði það í biblíunni, er segist vera bein opinber-
un; sem sögulega frásögu það, er telur sig vera
sögulega frásögn; sem skáldskap — og skáld-
skapur er til í biblíunni — það, er gerir kröfu til
að vera skáldskapur. Og þannig með hvað eina.
1 mörgum tilfellum er það auðvitað ekki vanda-
laust, að ákveða hvers eðlis hvað um sig telur
sig. Um það getur verið réttmætur ágreiningur,
þegar beinan vitnisburð biblíunnar sjálfrar vant-
ar, og það þótt því sé engan veginn neitað, að
gildi ritningarinnar sé það, sem hún sjálf gerir
kröfu til, og því sé haldið föstu, að hún hafi
æðsta úrskurðarvaldið, sem frásögn innblásin af
guði. Vitum vér ekki til, að annars en þessa sé
krafist jafnvel af þeim, sem ákveðnastri innblást-
urskenningu halda fram.
Því hefir óspart verið haldið fram af þeim,
sem fegra vilja hina nýju skoðun á biblíunni, en
sverta þá eldri, hvílík fjarstæða það sé, að vilja
gera ;:lt, sem í biblíunni er skráð, jafn-mikilvægt.
Við þetta er að athuga, að innblásturskenn-
ingin innibindur alls ekki að alt í biblíunni sé
jafn-mikilvægt. Það er grýla, til búin af þeim,
er vilja gera hana óaðgengilega. Innblásturs-
kenningin innibindur að eins það, að frásögnin sé
sönn. Hún heldur því ekki fram, að allir atburð-
i-r.og orð, sem frá er skýrt í biblíunni, sé eftir
guðs vilja eða til fyrirmyndar. Það er viður-
kent af öllum, að frá athöfnum og orðum vondra
manna sé skýrt í biblíunni, og það án þess hún á