Áramót - 01.03.1909, Side 65
6g
nokkurn hátt afsaki eða réttlæti það. 1 því sam-
bandi er að eins að athuga, livort nokkurn tíma
er skýrt frá nokkru slíku, án þess dómur sé feld-
ur yfir því samtímis. Að það eigi sér stað munu
flestir sannfærast um, er gefa því verulegan
gaum. Fjölkvænið í gamla testamentinu er ekki
fyrirdæmt í hvert sinn, sem eitthvert dæmi upp á
það er nefnt. Vitanlega er það þó ekki viður-
kent í lögmálinu, og það var lagt niður að mestu
eða öllu leyti hjá Giyðingum fyrir komu Krists,
og það einmitt fyrir áhrif lögmálsins. Fleiri lík
dæmi mætti nefna. Auðvitað heimilar þetta ekki,
að maður hafni hverju því í biblíunni, er manni
gott þykir. En þegar skýr opinberun í biblí-
unni sýnist leiðrétta andann í einhverju á öðrum
stað, sem ekki er tekið fram að sé opinberun frá
guði, virðist mér að megi álíta, að þetta síðar-
nefnda beri vott um mannlegan ófullkomleika.
Dæmi upp á þetta finst mér vera bölbænirnar í
Davíðs sálmum. Þótt eg engan veginn viður-
kenni, að í þeim liggi sú persónulega hefnigirni,
sem þeir vilja í þær leggja, er leik gera að því að
rýra gildi biblíunnar, kannast eg við að orð frels-
arans um að elska óvini sína o. s. frv. sýna, að
andinn í þeim er ekki andi nýja testamentisins,
heldur ber vott um ófullkomleika hjá þeim, er þá
sömdu. En það raskar því engan veginn, að
sálmarnir hafi verið skráðir eftir guðs vilja.
Mpð þessum hætti virðist mér biblían vera dæmd
eftir eigin mælikvarða.
Hvernig leitast nú þeir, er aðhyllast hina
nýju skoðun á ritningunni, við að svara þeim
vitnisburði um innblástur hennar, er hér hefir