Áramót - 01.03.1909, Síða 66
70
verið bent á? Sambljóða eru þeir í því, að
draga fjöður yfir vitnisburð Krists. Þeir segja
ýmist, að Kristur hafi vitað betur, en að eius
samlagað sig almennings álitinu, eða hitt, að
hann ekki hafi vitað betur, og því eðlilega lent í
sömu villuna og samtíð hans. Fyrri möguleikinn
innibindur, að Kristur hafi vísvitandi farið með
blekkingu um mikilvægt mál. Hefir þeim mögu-
leika því að mestu leyti verið hafnað, og meiri
áherzla verið lögð á hinn síðari. Því er haldið
fram, að í lægingarstöðu sinni hafi þekking
Krists verið takmörkuð, og vitnað til þess, að
hann hafi ekki sagst vita, hvenær dagur dómsins
mundi koma (Mark. 13, 32). Það er rétt að liin
mannlega þekking Krists liafi verið takmörkuð,
en það, að hann í einu tilfelli neitaði að segja
noklcuð, af því hann ekki viti, heimilar engan
veginn þá ályktun, að í öðrum tilfellum muni
hann hafa látið í ijós ákveðið álit sitt, án þess að
vita. Þvert á móti er eina réttmæta ályktunin af
því að hann neitaði að segja nokkuð, þegar hann
ekki vissi, sú, að þegar hann sagði eitthvað, hafi
hann vitað. En samkvæmt því verða allar mót-
bárurnar á móti því, að taka til greina vitnisburð
hans um gamia testamentið, að engu. Villan í
rökfærslu þessara “nýju guðfræðinga” byrjar á
því, að spurningin, sem þeir leggja fyrir sig að
svara, er, hvernig hægt sé að samríma vitnis-
burð Krists hinni svokölluðu “niðurstöðu vísind-
anna”, þó hún sé vitanlega ósönnuð. Þannig
útiloka þeir fyrirfram vitnisburð Krists, sem
vér teljum þýðingarmesta vitnisburðinn, sem
hægt er að fá um gildi gamla testamentisins.