Áramót - 01.03.1909, Page 70
74
frummálinu, og orðið, sem útþýtt er “eign”, þýðir
eiginlega peningar. Að minsta kosti er óþarfi
að vera mjög stórorður um hrottaskapinn í þess-
ari löggjöf, því vert er að benda á, að hún hafði
þau áhrif hjá Gyðingum, að þrælahald hafði því-
nær algjörlega verið lagt niður þegar Kristur
kom í heiminn. Það virðist ekki guði ósamboðið
að gafa lög, sem miða að því takmarki.
Hin hneykslunarhellan, er eg vil lítillega
minnast á, er “blóðhaðið” í Kanaanlandi”, til að
viðhafa nýtízku orðatiltæki. Því verðnr ekki
neitað, að það er vandasamt viðfangsefni. Það
er ógurleg hugsun, að drottinn hafi gefið boðið
um eyðileggingu þjóðanna í landinu. En hið
sama höfum vér fyrir oss utan biblíunnar. Hann
leyfir að öfl náttúrunnar tortýni á svipstundu
þúsundum og aftur þúsundum, eins og á Italíu í
vetur, sem leið. Eins má benda á, hvernig drott-
inn lét aðrar þjóðir, t. d. Rómverja, vera hirting-
arvönd á Gvðingaþjóðina. Það var því ekkert
að undra, þó að dómur væri kveðinn upp yfir þjóð-
unum í Kanaanslandi, einkum þegar tekið er til-
lit til þess, að þær höfðu fylt mæli synda sinna. —
Aftur vil eg svo fá leyfi til að tilfæra orð úr ofan-
greindri ritgjörð um gamla testamentið: “Sú
þjóð. sem trúir á drottin og skilur, að drottinn
■'ú'l hafa hana sem verkfæri í hendi sér til að
koma fram hegning yfir synd og glæpum í lífi
einhverrar þjóðar, hefir jafnlítið undanfæri og
sá embættismaður, er dómarinn skinar til að fuil-
nægja þeim dómi að lögum, er hann hefir kveðið
upp yfir einhverjum sakamanni.” Þó skilst mér