Áramót - 01.03.1909, Síða 71
75
að drottinn beri ekki ábyrgð á því, hvernig boð-
inu er fullnægt í hverju einstöku atriði.
Drepa vil eg á það, hvort ágreiningur nýju
og gömlu stefnanna sé að eins um bókstafinn,
ems og svo oft er haldið fram. Yæri hann það,
þyrftu báðar stefnurnar að samþykkja að biblían
sé sönn að efni, en greina að eins á um það, hvort
hiín sé óskeikul. En nú neitar nýja stefnan því,
að frásögn biblíunnar sé sönn víða hvað efni
snertir. Vil eg biðja menn að fara í huga sínum
yfir það, sem véfengt hefir verið í biblíunni í
deilu þeirri, er nú stendur yfir hjá þjóð vorri og
athuga, livort deilan er einungis um bókstaf.
Jósúabók hefir verið véfengd, ekki einungis hvað
bókstaf snertir, heldur aðalefni. Freistingar-
saga frelsarans hefir verið véfengd. Sannsögu-
leik iiennar algjörlega neitað. Ekki getur það
verið ágreiningur að eins um bókstaf. Margt
annað þessu líkt mætti tilfæra. Það er því á-
reiðanlega einhver sjónhverfingatilraun að halda
því fram, að ágreiningurinn sé að eins um bók-
stafinn.
Um það, hvort biblían sé bókstaflega inn-
blásin, vil eg að eins segja, að í vissum tilfellum
er auðsætt, að hún gerir kröfu til þess beinlínis
að orðin séu frá guði. En vanalega er innblást-
urinn í því fólginn að eins, að guðs andi leiðbein-
ir manninum svo, að hann fer ekki skakt með.
Þar sem sannleikur frásagnarinnar eða merking
ekki raskast við orðamun, leyfir andinn hann,
eins og sjá má af frásögn guðspjallamannanna.
Þeir segja frá sama efni, en ekki með sömu orð-
um. Innblásturinn er fullnægjandi til þess að