Áramót - 01.03.1909, Page 73
Hættan mesta.
Fyrirlestur, fluttur á kirkjuþingi í Winnipeg
27. Júní 1909.
Eftir séra N. Stgr. Thorláksson.
Tilheyrendur mínir!
Ösjálfrátt er nú hugsað mest um trúarbragða-
deiluna, sem uppi er með oss. Menn líta mis-
jafnlega á hana. Sumum finst, að hún sé til ills.
Öðrum finst hinsvegar, að hún sé til góðs, jafnvel
okkar kirkjufélagi til heiðurs; því stefnan, hin
nvja, sem sé að ryðja sér til rúms hjá okkur, sé
einmitt að vinna meira og meira iand í heiminum.
Ef við því tökum þátt í deilunni út af henni, þá
sýnum við, að við erum með í hreyfingunni í
heiminum, en ekki utan við hana. Þetta mun
sýnast satt í fljótu bragði. En þegar að er gáð,
er vitanlega undir því komið, hvort stefnan er
góð eða ekki.
Þegar um eitthvert sóttnæmi er að ræða, þá
eru það engin meðmæli, að það hafi allstaðar út-
breiðst. Allir skilja, að hættan af því er einmitt
fyrir það miklu meiri. Ekki vil eg þó gefa í
skyn með þessu, að ekkert gott sé í nýju stefn-
unni. Öðru nær! En fylgjur hennar eru margar