Áramót - 01.03.1909, Síða 78
82
Mótmælenda, heilagrar ritningar, sem talar með
myndugleika guðs anda, og verið hefir bók bók-
anna kristninni allri á öllum öldum, og lýst hefir
í myrkrinu og leitt hefir á veg eilífs lífs og er sú
eina bók, sem allir straumar þeir eiga upptök sín
í, sem veitt hefir verið og enn er veitt út yfir
mannlífið því til göfgunar og blessunar, — í stað
þessarra páfa hafa nú setst á “páfastól” ótelj-
andi páfar sjálfkjörnir, lítt reyndir, sem þykjast
tala með myndugleika vísinda.
Það myndast nú í undraheimi vorra tíma
hinar næmustu andlegu loftskeytastöðvar víðs-
vegar, svo að innan skamms á biblían líklega að
vera orðin óþörf, hún, sem verið hefir til svo
mikillar sundrungar í heiminum. En þegar við
erum orðnir lausir við hana, þá fyrst geta hinir
nýju menn flutt erindi guðs lireint eins og andi
guðs blæs þeim í brjóst, og sýnt okkur kjarnann,
sem nií er hulinn í gyðinglegum umbúðum.
Alt virðist vera á floti, sagði eg.
Enn fremur er sagt, að mismunurinn, sem
deilt er um, sé enginn eúh’s-munur. Þrátt fyrir
það þótt kristindómurinn hjá okkur sé að mestu
leyti gyðingdómur. Og að ]>að, sem greinir á
um, sé að eins smámunir. Eldri stefnan eigi að
sýna hinni vngri umburðarlyndi, eins og eldra
fólk eigi að sýna yngra fólki. — Þetta er alls-
staðar prédikað sýknt og heilagt fyrir gömlu
stefnunni og fólki yfirleitt, En hin yngri stefna
prédikar aldrei umburðarlvndi fyrir sjálfri sér
gegn eldri stefnunni. Hún eins og segir: “Við,
hinir nýju menn, erum að gera góðverk á henni,
gömiu stefnunni. — viljum gefa henni meira ljós