Áramót - 01.03.1909, Side 84
88
ljósið, sem með þeim búi og sé frá guði. 0g
þetta Ijós, sem eiginlega sé ljós heilags anda í
hjörtunum, sýni þeim, að guð sé ekki eins og
honum hafi verið lýst. 0g við það ljós læri þeir
að sjá betur og betur hina gyðinglegu og mann-
legu drætti í guðsmyndinni, og allar umbúðirnar,
sem hafa vafist utan um sannleikskjarnann, “úr-
eltan skilning liðinna alda”, sem flækst hefir fyr-
ir okkur kristnum mönnum, þegar við höfum beð-
ið ‘faðir-vor’.
En tilheyrendur mínir! ef nú kærleikspré-
dikun þessi reyndist ekki sönn, heldur kærleiks-
ryk, sem varpaÖ hefir verið í augu mönnum, hvað
mikils virði væri hún þá?
Kærleikurinn er dýrðlegur. Hver myndi
vilja bera á móti því! En kærleikurinn er of
dýrðlegur og lieilagur til þess að blekkja með
honum. Það er hægt að syndga gegn kærleikan-
um. Og það er svnd gegn lionum, að sýna hann
í fölsku Ijósi. Það er synd gegn honum að mikla
hann á kostnað hinnar helgu rótar kærleikans.
Enginn þjónar liinum lieilaga kærleika á þann
hátt, heldur misbýður hann honum og mis-
þyrmir.
Eót hins kristna kærleika er trúin á Jesúm
Krist, opinberun hins frelsanda kærleika guðs,
hans einka son, sem tók á sig syndir okkar mann-
anna og bar þær og fórnaði sér, ekki fyrst og
fremst sem kærleikans og sannleikans píslarvott-
ur. heldur til friðþægingar fyrir syndir vorar,
svo að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur
hafi eilíft líf.
Það er eitt, vinir mínir, sameiginlegt okkur