Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 85
8g
mönimnum, sem frjálslyndur kristindómur svo
nefndur vill helzt ganga fram hjá og gera sem
minst úr; það er syndin. Kristindómurinn er
fyrst og fremst guðleg boðun um frelsun frá
syndum okkur til handa fyrir Jesúm Krist.
Rót hins heilaga kærleika vill þó enginn
kristinn maður hjá oss kalla umbúðir um kjarna
eða bókstaf, sem einu gildir um. Því það er þó
ekki bókstafur tómur eða gyðinglegar umbúðir, að
Jesús Kristur, drottinn minn, hafi i dáið vegna
synda minna og afrekað mér fyrirgefning. Það er
ekki bókstafur tómur, að guðs einkasyni sé svona
ant um mig og alla menn. Annaðhvort er það
bókstaflega satt eða það er ósatt. Ef einhver
segir við þig, að honum þyki vænt um þig, þá
tekur þú það bókstaflega, ella trúir þú því alls
ekki. Guð ætlast til þess, að við tökum það hók-
staflega, að hann elski oss; en hann vill alveg
eins, að við tökum það bókstaflega, að liann liafi
gefið einkason sinn til að frelsa oss frá synd
unum.
Skynsemi mannsins rís ekki gegn þessu. Það
er annað, sem gerir það, það er vilji hans. Hon-
um er illa við að þurfa að auðmýkja sig.
Eitt vil eg nefna enn, af því það sýnir,
hvernig reynt er af sumum mönnum hinnar nýju
stefnu að koma að neitun undir því yfirskyni, að
á bókstafinn einn sé ráðist. Og líka vegna þess,
að það sýnir, hvernig áttavísirinn snýr hjá mönn-
um þeim, sem hugstola eru út af öllum trúar-
bragðalegum nýjungum.
Fyrir nútíðarmanninn eru kraftaverk öll sér-
stakur kross, þótt meira Sé gert úr því en góðu