Áramót - 01.03.1909, Síða 86
90
hófi gegni, og “hysteria” sú, sem menn vorra
tíma þjást mjög af andlega, fyrir það að eins
versni og verði hættulegri. En samt verður því
ekki neitað, að um trúar-erviðleika eða trúar-
raun er liér að ræða. En vitaskuld græðir eng-
inn á því, þótt reynt sé að bæta úr því með því að
neita eða strika yfir það, sem veldur erviðleikan-
um. Trúar-sjálfstæði mannsins og festa bíður
tjón, en losið og ósjálfstæðið eykst.
Nú er af öllum kraftaverkum upprisa Jesú
hið lang-stærsta, enda er hún talin þyngsti kross-
inn. Hún er ekki ljósið, sem guÖlega birtu legg-
ur af yfir kross Jesú og hvern annan kross og
lýkur upp gröfinni, heldur á hún að loka guðs
ríki fyrir nútíðar-manninum, ef hann á að neyÖ-
ast til þess að trúa bókstaflega á líkamlega upp-
risu Jesú. Nii er því ekki treyst, að heilagur
andi geti komiÖ manninum, eins og á þessari tíð
stendur á fyrir honum þekkingarlega, út yfir
þennan kross, nema því að eins að tekið sé burtu
hnegkslið, hin líkamlega upprisa frelsarans. Hún
á að vera “bókstafur” eða umbúðir, sem geri
ekki neitt til, þótt slept sé. Kjarnann hafi mað-
ur samt — hina andlegu upprisu hans, sem verði
að halda fast við. Og ef nú tekist getur að
hjálpa mönnunum til trúar, með því að taka burt
þetta um líkamlega upprisu, því þá að vera að
hanga í “bókstafnum”? Því ekki að vera “frjáls-
lyndur”, og lofa hverjum að trúa kristindómin-
um eins og bezt á við gáfnafar hans og lyndis-
einkunnir? Því að vera einstrengingslegur og
heimta, að öllu sé trúað nú eins og áður, og fæla
svo meÖ þvi fólk — bezta fólkið — burt frá krist-