Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 87
91
indóminum? Það var mönnum eðlilegt áður að
hugsa sér upprisu Jesú líkamlega, enda nauðsyn-
legt, af því þeir stóðu á lægra stigi andlega, en
fyrir oss, sem komnir erum andlega á hærra stig,
er óþarfi að hugsa okkur hana líkamlega og ó-
eðlilegt. Það er í samræmi við vöxt andans með
oss og þroska kristindómsins, að við trúum þessu
andlega og ýmsu öðru í kristindóminum, sem
menn fyrr á dögum hugsuðu sér bókstaflega.
Þannig er talað á nýtízku-máli. Og þykir
sumum það gull-fallegur boðskapur. Þeir ugga
ekki að sér, að nokkur hætta sé á ferðum — að
verið sé að losa neitt undan fótunum á þeim.
Þeim er svona hossað í leiðslu af hinum fögru og
“frjálslyndu” hugsunum. Þeir berast í leiðslu
á vængjum nýrra vona, og lyftast upp í nýjan
ljósheim, upp yfir bókstaf og bönd, þar sem andi
mannsins er einráður.
Hversdags-manni, hleypidómalausum, er ró-
lega hugsar um málið, finst nú önnur eins kenn-
ing um upprisu Jesú vera neitun á henni, og
“gamaldags” presti sýnist það enda, hættuleg
neitun, jafnvel þótt mönnum, sem virðast hafa
vanið sig á að gína við hverju því, sem kemur úr
nýtízku-áttinni, finnist hún þess virði, að henni
sé alvarlegur gaumur gefinn; því svona hugsa
þeir menn, sem hugsa manna frjálslegast í heim-
inum. Og sumum finst það vera svo mikils virði
að mega teljast með þeim.
Hvað sem nú “gamaldags” prestum og öðru
slíku fólki líður, þá væri kenningin þessi ágæt, ef
ekki væri hængur einn við hana — sá, að hún koll-
varpar sögulegri staðreynd. Og mér virðist það