Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 89
93
mætum lífsins? Missi sjónar á opinberun guðs,
á öllu því, sem hann hefir gert mönnunum tii
frelsunar, og missi svo sjónar á guði?
Er hér engin hætta? Eru þetta tómar of-
sjónir?
Enn fremur, ef laga á kristindóminn til þess
að þóknast sjúkum tíðaranda, hvort mun þá
kristindómurinn verða til lækningar inönnunum ?
Eru ekki meiri líkur til þess, að sjúkdómurinn,
sem lækna átti með því að laga kristindóminn eft-
ir honum og fella það úr, sem ekki þótti eiga við,
verði meiri — aukist fyrir það að úr hristindóm-
inum var dregið það, sem var kraftur guðs til
sáluhjálpar? 1 augum mínum er enginn minsti
vafi á því. Það væri eins og ef læknir tæki úr
meðali læknisdóminn sjálfan, til þess að meðalið
yrði bragðbetra og hann gæti geðjast sjúklingi
sínum.
En þegar bent er á þessa hættu, er svarað
borgirmannlega af sumum hinum nýju mönnum:
“Látum þá hneykslast!” En vitaskuld er þetta
að eins hreystiyrði, sem látið er fjúka, þegar
ekki er hugsað nægilega um ábyrgðina, sem hver
einn einasti maður hefir á allri framkomu sinni,
ekki sízt menn þeir, sem fyrir framan eru og eru
leiðtogar. Þegar drottinn Jesús hefir sagt:
Vei þeim, sem hneykslinu veldur, og vei þeim,
sem hneykslar einn af þessum smœlingjum, sem
trúir á mig,”—\ú vitanlega segir enginn: “Lát-
um þá hneykslast!” — enginn sá, sem fyrir aug-
liti guðs finnur til þess, hvílíka ábyrgð hann ber
á því, þótt hann hneyksli ekki nema einn af smæl-
ingjum drottins.