Áramót - 01.03.1909, Síða 91
Ef Mótmælendur ættu nú í heiminum einn
Lúter, þá myndi hann rísa upp í fullveldi mis-
boðinnar samvizku gegn “synda-afláti” því liinu
nýja, sem nú er boðað í heiminum, svo að siðbót
yrði úr. Og á siðbót ríður. Ekki siðbót ytra
forms né umbóta, heldur siðbót, sem fólgin er í
breyting hins innra manns fyrir einlæga iðrun
og sanna trú á frelsarann Jesúm Krist.
Hættuna þurfum við að sjá, og finna til lienn-
ar, og hættna þeirra líka, sem ávalt eru fylgjur
hennar. En um leið þurfum við að sjá, að hinn
heilagi andi drottins svífur yfir hinum ókyrru og
æstu vötnum, en að það sé ekki “vatna-andar”
einir, skáld-smíði mannsins, sem ráða. Og eins
og andi guðs í upphafi framleiddi úr óskapnaði
nýja jörð, fagran bústað handa börnum mann-
anna, eins muni hann nú úr hinum trúarbragða-
lega óskapnaði í heiminum framleiða hinn eld-
gamla kristindóm, sem ávalt er ungur og ávalt er
nýr. liverjum þeim sem einlæglega eignast hann.
Og að hið gamla evangelíum guðs til syndfallinna
manna verði boðað í krafti lieilags anda mann-
anna börnum, er þrá öll inst í hjarta sínu eilífa
lífið frá guði, þegar þau koma til sjálfra sín.
En gleymum ekki að vera algáðir og að vaka
og biðja:
“Andinn guðs lifanda’ af himnanna hæð
heimi’ er til blessunar kemur,
ljósið er hatað og lygin er skæð,
lymskan sín myrkraverk fremur.
Æ. vertu því hjá oss nú í náð,
nóttin er voðaieg, hættan bráð.