Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 98
102
Sú breyting hefir orðið á prestsþjónustu inn-
íin kirkjufélags vors, að frá nýári hefir séra Pét-
ur Hjálmsson ekki verið fastur prestur safnað-
anna í Alberta eins og áður var. Með bréfi frá
6. Pebr. tilkynti forseti og skrifari Alberta-safn-
aðar mér það, að á fundi 9. Júní f. á., hefði söfn-
uðurinn gert þá ályktun, að séra Pétur Hjálms-
son ekki yrði “fastur prestur” safnaðarins að
sex mánuðum liðnum frá þeim fundi. Embættis-
menn safnaðarins létu þá ósk í ljós, að hægt væri
að ráða bót á núverandi ástandi safnajðarins.
Þeir komast svo að orði í bréfi sínu frá
6. Febrúar: “Vér álítum nauðsynlegt, að
hingað komi ungur og efnilegur prestur,
sem er vel ensku-talan'di og fylgir nútímanum.”
— Eg hefi látið söfnuðinn vita, hverjir væri trú-
boðar og væntanlegir prestar hjá kirkjufélaginu.
Alveg nýlega hefir forseti Alberta-safnaðar látið
mig vita, að söfnuðurinn hafi á almennum fundi
komið sér saman um, að ráða ekki prest til sín
fram að næsta nýári, en leitast við á þeim tíma
að bæta fjárhag sinn og komast úr kirkjubygg-
ingar-skuld, sem á söfnuðinum hvílir. Eftir það
býst forseti safnaðarins við, að kirkjufélagið
verði beðið að senda þangað einhvern trúboða
kirkjufélagsins, vígðan eða óvígðan, eftir því
sem ástæður leyfa.
Á árinu hefir engin kirkja verið vígð. Munu
þó sjö eða átta kirkjur vera óvígðar, tilheyrandi
söfnuðum kirkjufélagsins. Sumar þeirra eru þó
víst enn ófullgerðar. Bú’ist er við,
Óvigðar að tvær kirkna þessara verði vígð-
kirkjur. ar innan skamms. Eg vil leyfa