Áramót - 01.03.1909, Side 101
105
Á það skal hér bent, að brýnustu þörf ber til
þess, a, sunnudagsskólar vorir fái lexíu-blöð, er
nota mætti við kensluna. ‘‘Ljósgeislar” eru mik-
ils virði svo langt sem þeir ná. En þeir eru vit-
anlega ekki ætlaðir nema yngstu nemendum.
Bekkirn-ir allir þar fyrir ofan eru án allra til-
tekinna lexía og hafa engin hjálparblöð á ís-
lenzku. Ef áfram á að balda að kenna börnuin á
íslenzku í sunnudagsskólum vorum, sem vér víst
allir viljum, er óbjákvæmilegt að bæta úr þessu.
Ef til vill væri auðveldast að ráða nokkra bót á
þessu ó þann bátt, að Framtíðin, sem sérstaklega
er ætluð börnum og unglingum, taki að sér að
flytja lexíur og lexíuskýringar fyrir þá bekki, er
taka við af “Ljósgeislum”.
Eitt af stórmálum kirkjufélagsins hefir lengi
verið mál það, sem vér kallað liöfum skólamálið.
Fyrir aðgerðir síðasta kirkjuþings verður nú
all-mikil breyting á því máli. Kenn-
Skólamálið. ara-embætti þau tvö, sem kirkju-
félagið hefir liaft með höndum við
Wesley Coll. og Gustavus Adolpbus Coll .leggj-
ast nú niður, að því er kirkjufélaginu viðkem-
ur. Er þá málið komið aftur þar sem það var
fyrir sex árum síðan. Liggur nú hin upphaflega
skólahugmynd — stofnun sérstaks og sjálfstæðs
mentaskóla innan kirkjufélagsins — fyrir, og frá
því sjónarmiði einu ætti það mál að ræðast á
þingi þessu. Á kirkjuþingi 1907 var ger sú á-
lyktan, að hefja fjársöfnun þá þegar og ákveðin
fjárupphæð tilgreind, er nauðsynleg var álitin,
svo tiltækilegt væri að byrja skólann. Það ár
var Safnað loforðum á meðal safnaða á nokkrum