Áramót - 01.03.1909, Síða 104
io8
til að byrja nú þar í þessu máli, sem vér hefÖum
átt að vera fyrir mörgum árum. Þetta fyrir-
tæki liefir dregist aftur úr öðrum fyrirtækjum,
og gjöldum vér nú þeirrar yfirsjónar vorrar, að
hafa ekki byrjað fyrir löngu síðan, meðan vér
vorum að öðru leyti á sama stigi félagslegrar
framþróunar.
Kirkjufélagið ætti ekki að láta sér vera
minkun að því, að sníða sér stakk eftir vexti og
leitast við að koma á stofn skólafyrirtæki svo
yfirgripsmiklu sem unt er, en þó sætta sig við
það, þótt skólinn yrði framan af lítill og byrjandi
eins og það er sjálft. Enda er mikið spursmál
um það, hvort skólinn ekki í raun réttri yrði að
mestu gagni einmitt sem skóli fyrir byrjendur
æðra náms. Eins og til hagar hjá oss, ætti und-
irbúningsskóli að geta orðið að mjög miklu liði.
Hann myndi ná til enn fleiri en þó hann væri
College, og hann myndi verða til þess að koma
mörgum á rekspölinn, svo þeir þar á eftir færi á
æðri skóla. Annars ætti það ekki að vera vafa-
mál, að skólastofnun þessi gæti vaxið og hækkað
ef hún kæmist á, þótt hún væri í fyrstu smá. Ef
rétt væri að farið, ætti hún að geta orðið vísir til
stórrar lúterskrar mentastofnunar, sem notuð
yrði að líkindum sameiginlega af lútersku fólki
af mörgum þjóðflokkum í Vestur-Canada. Eg
hefi átt tal við nokkra málsmetandi menn í
kirkjufélögum Norðmanna og Svía, og telja þeir
ekki vafa á því, að nemendur þeirra þjóðflokka,
búsettir um þessar stöðvar, myndi sækja skóla
kirkjufélags vors. Ef til vill mætti ná samvinnu