Áramót - 01.03.1909, Page 107
III
Á síðasta kirkjuþingi var skorað á kerra
Guttorm Guttormsson að haga svo námi sínu á
prestaskólanum, að liann yrði við því búinn á
þessu sumri að taka kennimannlega vígslu. Við
þessum tilmælum kirkjufélagsins varð hr. Gutt-
ormur, og forstöðumaður skólans tók tilmæli
kirkjuþingsins til greina og hjálpaði lir. Gutt-
ormi svo við fyrirkomulag námsins, að hann
liefir nú lokið því að svo miklu leyti, sem álitið
er nauðsyn'.egt til prestsvígslu. Forstöðumaður
skólans mælir með því, að hann sé nú þegar vígð-
ur og lýkur á hann miklu lofsorði. Að sönnu á
lir. Guttormur eftir af fyrirskipuðu námi til
fullnaðarprófs part af eins vetrar námi, og hygst
hann því að hverfa suður aftur til skólans eftir
næsta nýár og lúka þar svo fullnaðarprófi með
vorinu. Samkvæmt ráðstöfun kirkjuþingsins í
fyrra ætti þá hr. Guttormur Guttormsson að
prestvígjast nú þegar. Eg legg það því til, að
kirkjuþingið með formlegu köllunarbréfi ráði í
þjónustu sína sem trúboðs-prest um óákveðinn
tíma herra Guttorm Guttormsson, og taki hann
þeirri köllun, sem búist er við, þá sé hann vígður
á þessum stað næsta sunnudag við hádegis-
guðsþjónustu. .
Herra Sigurður S. Christopherson hefir
verið við nám á prestaskólanum í .fimm vetur.
Ekki h?fir hann lokið þar fullnaðarprófi, og
skrifar forstöðumaðar skólans mér, að því prófi
fái hann ekki lokið vegna skorts á undirbúnings-
mentun. En skóiastjórnin leggur eigi að síður
til, að hr. Sigurði sé veitt prestsvígsla. Þinginu
til leiðbeiningar skal eg lesa ummæli forstöðu-