Áramót - 01.03.1909, Page 109
TI3
þiiggja mánaða tíma nú eftir þetta kirkjuþing.
Frarn að kirkjuþinginu hefir hr. Carl Olson ver-
ið vestur í Þingvallanýlendu fyrir liönd séra
Hjartar Leó og af lionum ráðinn. Eg vonast til,
að kirkjuþingið, eða heimatrúboðsnefndin, fái
hr. Carli ,1. Olson verk að vinna um tíma þann,
sem þegar er um talað.
Herra Haraldur Sigmar byrjaði guðfræðis-
nám við Chicago-skólann síðastliðinn vetur. Síð-
asta kirkjuþing skoraði alvarlega á þá báða, Carl
J. Olson og Harald Sigmar, að byrja prestaskóla-
nám þegar í stað. Helzt höfðu þeir þó báðir
hugsað sér að fresta því um eitt ár, en hafast
annað að á meðan. En þeir álitu sér skylt, að
verða við áskorun kirkjufélags síns, og eiga þeir
skilið þakkarviðurkenningu fyrir það. Herra
Haraídur Sigmar er yfir sumartíma þennan
kennari við skóla í vesturparti Vatnabygðanna í
Sask., innan hins afar-víðlenda prestakalls séra
liunólfs Fjeldsteds. Beinlínis verður hann þvi
ekki í þjónustu kirkjufélagsins þetta sumar og
ekkert þarf kirkjufél. til hans að kosta. En í
samráði við prestinn þar vestra fól eg hr. Har-
aldi að flytja guðsþjónustur á helgum dögum og
vinna að sunnudagsskóla-haldi í þeim bygðum
eftir því sem ástæður hans leyfðu og um semdist
milli hans og fólksins þar. Þar í hinni afarstóru
Islendingabygð er vitanlega starfsviðið miklu
meira en svo, að einn prestur geti komist yfir
það. Þarf þar því svo fljótt sem auðið er að
myndast annað prestakall. Það heyrði eg og að
var vilji fólks þar vestra, er eg heimsókti þá bygð
síðastliðið sumar. Annað sjálfstætt prestakall