Áramót - 01.03.1909, Page 110
114
gstti einnig hið allra bráðasta að myndast í bygð-
unum umhverfis Manitoba-vatn í Manitoba og
þangað koma fastur prestur. Þar hefir hr. (futt-
ormur Gutormsson verið starfandi í umboði
lieimatrúboðsnefndarinnar um nokkurn tíma í
vor.
Til þess að trúboðsstarf þetta alt verði rekið öt-
ullega og það verði til þeirrar blessunar, sem það
á að verða samkvæmt guðs vilja, þarf á meira fé
að halda en hingað til hefir verið fyrir hendi.
Þingið verður að sjá ráð til að safna því fé. Ef
á fjárskorti strandaði nú þetta aðal-starf og ætl-
unarverk félagsins, væri það oss til ævarandi
minkunar. Ef á þarf að halda, ætti fjársöfnun
að vera gerð um söfnuðina þessu máli til efling-
ar á sama hátt, eða svipaðan, og fé hefir verið
safnað til skólamálsins eða viðhalds kennara-
embættunum, og er það sannfæring mín, að það
mætti vel takast.
1 sambandi við heimatrúboðs-málið vil eg
minnast á það, að opinberlega hefir því verið
hreyft, að í einstökum atriðum hafi kirkjufélagið
ekki farið eftir lúterskum kirkjureglum við þetta
starf. Hefir það þótt íhugunarvert, hvort ungir
og óvígðir menn ættu að ferma ungmenni og út-
deila kveldmáltíðar sakramentinu. Athugasemd-
ir þessar ætti að taka til greina. Kenningu
kirkju vorrar um þetta atriði ski] eg þannig, eftir
játningarritunum, að enginn hafi umboð til að
hafa á hendi þjónustu orðsins og sakramentanna
nema hann sé þar til kallaður að réttum sið. En
þó getur sá verið réttilega kallaður, sem enn ekki
hefir meðtekið formlega prestsvígslu, ef hann á