Áramót - 01.03.1909, Síða 115
ng
J. Bergmaim, í tímariti því, er hann stýrir og
nefnir “BreiÖablik”. Gegn trúarlegum nýmæl-
um þessum mælir af alefli málgagn kirkjufélags-
ins, og flest-allir prestar kirkjufélagsins hafa
tjáð sig andvíga hinni nýju stefnu. Enginn
kennimaður í kirkjufélaginu liefir gefið liinni
nýju stefnu meðmæli sín, svo kunnugt sé, nema
talsmaður hennar sá, er áður var nefndur. Vafa-
laust á liin nýja stefna talsmenn ekki fáa í hópi
leikmanna, þótt rétt engir þeirra hafi tekið til
máls opinberlega, af þeim, sem söfnuðum vorum
tillieyra. Utankirkjumenn og þeir, er oss eru
óviðkomandi, hafa talað þar margt marklaust
orð. Út af skoðanamun þessum hafa spunnist
deilur, sem valdið hafa miklum óróleik út um alla
söfnuði félags vors. Víða hefir einnig farið svo
hjá oss, eins og oft vill verða, þegar deilur eru
uppi, að menn liafa mist sjónar á sjálfu ágrein-
ings-atriðinu, en fylkt sér fremur um mennina,
sem deila. Það er ólán mikið, þegar svo fer, því
af því stafar einatt persónulegur ófriður, sem
stofnað getur öllum félagskap í voða. Það, sem
oss öllum ríður því mest af öllu á, er vér tökum
þetta mál til íhugunar, er það, að halda því sem
ailra mest aðskildu frá persónulegum tilfinning-
um, persónu’egri aðstöðu manna, en vega það
eftir verðleikum þess sjálfs, (on its own merits).
Engan persónulegan dóm ætla eg hér að
kveða upp, en benda að eins heiðruðu kirkju-
þinginu á það, sem mér virðist nú liggja fyrir
því að hugleiða, en það er þetta:
1. Grefa stefnur þær tvær, sem um er deilt.