Áramót - 01.03.1909, Side 117
121
auk þeirra, sem áður hafa nefnd
Önnur mál. verið. Málin eru: 1. Endurskoð-
un á lögum kirkjufél. 2. Endur-
skoðun á grundvallarlaga-frumvarpi fyrir söfn-
uði. 3. Löggilding kirkjufélagsins. 4. Guðs-
þjónustu-form. Nefndir hafa haft öll þessi mál
til meðferðar yfir árið og leggja þær væntanlega
hver um sig, skýrslu fyrir þingið.
sk *
Fyrir þingi þessu liggur mikið verk og
randasamt. Frá upphafi skulum vér setja oss
það, að fara vel með tímann. Um fram alt ríður
oss á því, að guð gefi oss heilagan anda og vér
látum af honum stjórnast. Drottinn styrki oss
alla til að vinna hér saman í einingu andans og
bandi friðarins, frelsara vorum Jesú Kristi til
dýrðar og heilagri kirkju hans vor á meðal til
eflingar.
Björn B. Jónsson, forseti.
Til þess aS íhuga þá skýrslu voru kosnir séra K. K.
Ólafsson og Bjarni Jones. Þeim var einnig faliS aö undir-
búa dagskrá þingsins.
Þá lagSi féhirSir fram ársskýrslu sína svo hljóSandi:
Tekjur í heimatrúboSs-sjóS. krá i. Júni 1907 til 1
Júní 1908, frá:
Mrs. J. H. Frost, $1; afgangur af láni frá sunnudagsskóla-
nefnd $48, GuSm. Einarssyni $1, Brandon-söfn. $5, St. Jó-
hannesar-söfn. $37, Konkordía-söfn. $16, Swan River söfn.
$59, Lundar-söfn. $30, Þingvalla-söfn. $5, Marshall-söfn.
$2.65, Vesturheims-söfn. $8, Lincoln-söfn $12.50, St.
Páls söfn. $7,35, kvenfél. St. Páls safn. $10, Pembina-söfn.
$6.67, Immanúels-söfn. $9.35, Fríkirkju- og Frelsis-söfn.
$30.50, sd.sk. Frík,- og Frels.-safn. $5, Guöbrands-söfn.