Áramót - 01.03.1909, Síða 121
125
sölubanni, þar sem það nær til, og lög landsins eru því
ekki til fyrirstöSu. En þar sem vínsölubann er nú þegar
komiö á, þá aö þaö ("kirkjufél.J beiti áhrifum sínum eftir
megni á móti því að vínsölubannið sé afnumið.
2. Að kirkjuþingið innieiði þá reglu í sunnudgsskólum
og hinum ýmsu félögum í sambandi við söfnuði kirkjufél.,
að kenna nemendum og meðlimum að þekkja eins vel og
vís’ndin nú þegar hafa uppgötvað, áhrif áfengis á mann-
legan líkama, og brýni fyrir æskulýðnum og öðrum nauð-
syn og nytsemi bindindisseminnar og skaðsemi áfengis-
nautnar.
Vér vonum fastlega, að hið háttvirta kirkjuþing
bregðist vel og drengilega við þessu erindi voru, og það
því fremur, sem oss er persónulega kunnugt um góða og á-
hrifamikla starfsemi fjögra af prestum kirkjufélagsins,
sem Góðtemplara um lengri og skemri tíma; og vér höfum
ástæðu til að ætla að allir prestar kirkjufélagsins séu að
einhverju levti hlyntir bindindismálinu; einnig er oss
kunnugt um að sumir af þeim sem kosnir hafa verið full-
trúar safnaðanna, á hið í hönd farandi kirkjuþing, eru
meðlimir G. T. reglunnar, og vér vonum að þeir muni
ekki vanrækja hið góða tækifæri er þar hlýtur að liggja
opið fyrir þeim, til að efla vöxt og viðgang bindindismáls-
ins; enda fáum vér ekki séð annað málefni skyldara eða
betur viðeigandi samhliða hinni kristilegu starfsemi
kirkjunnar.
Með beztu óskum um heillaríkt starf þessa kirkjuþings,
fyrir bæði þessi mikilvægu mál mannfélagsins, erum vér
yðar, með mikilli virðingu. f umboði íslenzku G.T. stúkn-
anna í Winnipeg.
Bjarni Magnússon, R. Th. Newland,
Iíjálmar G:sks~n.
Ath.—Vér mundum sjá oss fært að taka þátt í um-
ræðum um málefni þetta n. k. laugardagskveld kl. 8, ef
hinu háttvirta kirkjuþingi þætti það betur eiga við.
B. M., R. Th. N„ H. G.