Áramót - 01.03.1909, Blaðsíða 122
I2Ó
Var samkvæmt tillögu J. J. Vopna og Finns Finns-
sonar samþykt aS fela þaö erindi tveggja manna nefnd
til íhugunar, og voru í þá nefnd skipaðir Klemens Jónas-
son og séra R. Marteinsson.
Því næst tilkynti féhiröir aö hann hefði veitt mót-
töku $23.00 gjöf í heiöingjatrúboössjóö kirkjufélagsins
frá Skapta Sigvaldasyni. Var samkvæmt tillögu F,. Thor-
waldson og B. Jones samþykt aö fela skrifara aö votta
gefandanum þakklæti kirkjufélagsins fyrir þá gjöf.
Þá lagöi séra Fr. Hallgrímsson fram framhalds-
nefndarálit frá kjörbréfanefndinni svo hljóðandi:
Kjörbréfanefndin hefir rannsakaö eftir föngum kær-
ur þær, sem fram hafa komið gegn kirkjuþingserindreka-
kosningu Pembina-safnaðar, og leggur nefndin til að
kosning George Petersons sé tekin giid.
A kirkjuþingi í Winnipeg, 24. Júní 1909.
Christian Johnson, Fr. Haligrímsson,
S. Th. Westdal.
Var nefndarálitiö samþvkt í einu hljóöi.
Þá lagöi séra Fr. Hallgrímsson fram annað fram-
halds-nefndarálit frá kjörbréfanefndinni, svohljóðandi:
Kjörbréfanefndin hefir rannsakað kærur þær, sem
fram hafa komið gegn erindreka-kosningu Grafton-safn-
aðar, og er rneiri hiuti nefndarinnar þeirrar skoðunar, að
þó að forseti og skrifari þess safnaðar hafi skrifað undir
kjörbréf handa Dr. M. Halldórsson, þá sé ekki ráðlegt að
viðurkenna gildi hennar, þar sem eindregin mótmæli hafa
komið frá 10 safnaðarlimum, en oss telzt að ekki muni
nema 15 hafa haft atkvæðisrétt á fundinum, samkvæmt
þe:m upplýsingum sem fram hafa komið.
Á kirkjuþingi í Winnipeg, 24. Júní 1909.
Christian Johnson, Fr. Hallgrímsson,
S. Th. Westdal.
Eftir allangar umræður voru atkvæði greidd með
nafnakalli, ál t meiri hlutans samþykt meS 51 atkvæði