Áramót - 01.03.1909, Side 125
129
þaö, aö úr því að á hverju kirkjuþingi er kosin sérstök
nefnd til þess að annast um sunnudagsskóla-mál kirkjufé-
lagsins, þá ætti sú nefnd, en ekki skrifari kirkjufélagsins,
að veita v ðtöku öllum skýrslum viðvíkjandi sd.skólununi,
og leggja þær fyrir þingið árlega. Með því móti gæti
nefndin líka staðið í nánara sambandi við sd.skólana,
þekt betur hag þeirra og fyr!r það haft betra tækifæri til
þess að láta þeim í té nauðsynlega hvöt og leiðbeiningar.
Meðlimir ungmennafélaganna eru samkvæmt skýrslun-
um 971, eða 57 fleiri en á síðustu skýrslu.
Þegar lokið var prentun gjörðabókar síðasta kirkju-
þings sendi eg hana öllum þeim, sem sátu á því þingi, og
auk þess skrifurum þeirra safnaða, sem enga erindsreka
sendu á þ'ngið.
p. t. Winnipeg, 24. Júní 1909.
Friðrik Hallgrímsson.
Var samþykt að vísa þessari skýrslu til nefndarinnar,
se.n á að ihuga ársskýrslu féhirðis.
v
Þá var tekið til að kjósa embætismenn.
Séra K. K. Olafsson stakk upp á því, að séra B. B.
Jónsson væri endurkosinn forseti. Gamalíel Thorleifsson
stakk upp á séra Fr. Hallgrímssyni, en hann baðst undan
kosningu, og var afsökun hans tekin gild, samkvæmt tillögu
Fr. F. iðr kssouar. H. A. Bergmann stakk upp á séra H. B.
Thorgrímsen, en hann baðst einn;g undan kosningu, og var
aísi kun hans tekin gild samkvæmt tillögu Chr. Johnson.
George Peterson og Jón Einarsson stungu upp á séra Frið-
rik J. Bergmann.
Til þess að telja atkvæði við hina skriflegu atkvæða-
greiðsiu tilnefndi forseti Líndal Hallgrímsson og H. S.
Bardal.
Atkvæði féllu þannig, að séra B. B. Jónsson hlaut 55
atkvæði, en séra Fr. J. Bergmann 22, einn seðill var nafn-
laus.
H. A. Bergmann og séra H. B. Thorgrímsen lögðu til