Áramót - 01.03.1909, Page 127
I3i
Jón Eiríksson, Kr. Kristjánsson, C. J. Vopni, J. J. Vopni,
J. Einarsson, Finnur Finnsson og Geo. Peterson.
Sungiö var í fundarbyrjun 3. versiö af sálm. nr. 311.
Síðan hélt séra Jón Bjarnason fyrirlestur sinn, er
hann nefndi:
Apologia pro vita sua.
Var að fyrirlestrinum loknum fyrirlesaranum þakkað,
með því að allir stóðu á fætur, samkvæmt tillögu séra K.
K. Ólafssonar.
Var siðan fundi frestað til kl. 9 næsta morgun.
FJÓRÐI FUNDUR
var settur föstudaginn 25. Júní kl. 9 f. h.
I fundarbyrjun var sunginn sálmurinn nr. 518; séra
Fr. Hallgrímsson las Jóh. 17, 14—26. og bað bæn.
Viðstaddir voru allir nema Elis Thorwaldson, G. P.
Tho darson, Kr. Pálsson, Jónas Hall og Carl J. Vopni.
Samkvæmt beiðni skrifara var því frestað til næsta
fundar að lesa fundarbók.
Lá þá fyrir að lesa fundarreglur, en samkvæmt tillögu
séra Fr. Hallgrímssonar var því frestað til óákveðins tíma.
t>á lagði séra Fr. Hallgrímsson fram þessa skýrslu frá
mihiþinganefnd, sem átti að leggja fyrir þingið breytingar
á lögum kirkjufélagsins:
“Tii kirkjuþingsins 1909.
Á síðasta kirkjuþingi var samþykt að fresta til næsta
þings endurskoðun á lögum kirkjufélagsins, en þriggja
manna nefnd var kosin til þess að undirbúa þetta mál fyrir
næsta kirkjuþing, og var nefndinni heimilað að verja úr
kirkjufélagssjóði þvi fé sem nauðsyniegt er til þess (sbr.
Gjörðabók 24. ársþings, bls. 48J. í þá nefnd vorum við
undirritaðir kosnir ásamt hr. J. J. Bíldfell.
Á fundi, sem nefndin hafði á síðastliðnu hausti, kom oss
saman um það, samkvæmt því sem látið var í ljós við um-
ræður um málið á síðasta þingi, að til þess að það gæti