Áramót - 01.03.1909, Qupperneq 128
132
legiö fyrir þessu þingi á þann hátt, aö þingmönnum sé sem
auðveldast aö átta sig á hinum e'nstöku breytingartillögum
og afstöðu þeirra viö lögin í heild sinni, væri nauðsynlegt
að þeir hefðu fyrir sér bæði lögin eins og þau eru og þær
breytingart llögur, sem fram hafa komið. En með þvx að
ekki er nxx neitt til af hinum prentuðu lögum í eigu kirkju-
félagsins, var nauðsynlegt að láta prenta upp í þessu skyni
grundvallarlögin og aukalögin ásamt breytingartillögunum;
af fundarreglum lftum vér, kostnaðar vegna, ekki prenta
nema þær greinar, sem breytingartillögur hafa verið gerð-
ar við. Frá þe m höfum vér reynt að ganga svo, að það
yrð sem gre:ðast aðgöngu við umræður og atkvæða-
greiðslu, og leggjum það fyrir þingið ásamt þessari skýrslu.
Á það viljum vér í þessu sambandi benda, að oss finst
rétt að sett sé í lög kirkjufélagsins það ákvæði, sem sam-
þykt var á kirkjuþingi 1907 (sjá Áramót 1907, bls. 156 og
225,): Féhirðir skal vera undir það búinn, að skila af sér á
þingi, ef nýr féhirðir ytði kosinn. Það ákvæði ætti líklega
helzt að koma inn í viii. grein grundvallarlaganna; eða því
rrætti, ef n.önnum sýndist heldur, bæta við xi. grein hins
nýja aukalagafrumvarps.
Líka kom oss saman um það, að senda þessi þingskjöl
öllum söfnuðu.11 og prestum kirkjufélagsins all-löngum
tíma fyrir þing, til þess að erindsrekarnir geti haft tóm til
þess að íhuga málið vandlega, og söfnuðlrnir, ef þeir vilja,
rætt það á vorfundum sínum.
Vér leyfum oss að ítreka það, sem fram er tekið í
skýrslu milliþinganefndar 1907, að vér teljum sjálfsagt að
þing.ð geri ráðstafanir til þess, að öll lögin verði prentuð
á ný sem fyrst, eins og frá þeim verður gengið á þinginu,
og hin endurskoðuðu lög svo send öllum söfnuðum og
prestum kirkjufélagsins, og auk þess höfð föl handa þeim
er kaupa vi'ja. Á það hefir líka verið bent, að vel færi á
því, að í sam’ andi við þessi iög væri prentað endurskoðað
frumvarp til grundvallarlaga fyrir söfnuði kirkjufélagsins,
sem sérstök nefnd hefir nú til meðferðar.