Áramót - 01.03.1909, Qupperneq 130
134
auka á kirkjuþingi. Er breytingartillagan eöa viöaukatil-
lagan samþykt, ef tveir þriöju þeirra, er mætt hafa á
kirkjuþingi, greiða atkvæöi með henni, þó því að eins, aö
hún hafi verið borin upp á næsta þingi á undan.” — H. A.
Bergmann lagði til að úr þessari grein sé slept orðunum:
“að undantekinni III. grein”. Forseti úrskurðaði, að sú
breytingartillaga gæti ekki komið til greina. H. A. Berg-
mann áfrýjaði þeim úrskurði forseta, og var hann stað-
festur. Var síðan 8. breytingartillagan samþykt með 52 at-
kvæöum gegn 13.
Þá lá fyrir 5. breytingartillagan: I IX. grein sé feld-
ur burtu allur seinni hluti greinarinnar frá orðunum: “Sé
um grundvallarlagabreyting að ræða”,; en í þess stað
komi ný málsgrein, er hljóði svo: “Þó nær þetta ákvæði
ekki til grundvallarlagabreytingar, sbr. XV. grein.”
Forseti kvaðst ekki viss um hvort sú tillaga gæti kornið
til greina, og kvaðst taka sér frest til umhugsunar, og fresta
5. breytingartillögunni á meðan.
Þá var tekin fyrir 6. breytingartillagan: í X. grein sé
felt burtu orðið: “og” á eftir orðunum: “kristilegrar
kirkju” og “kirkjufélagið”, og samþykt í einu hljóði.
7. breytingartillagan við 13. grein var feld.
Var síðan kl. tæplega 12 fundi frestað til kl. 2 e. h.
sama dag.
FIMTI FUNDUR—kl. 2 sarrra dag.
í fundarbyrjun voru allir viðstaddir nema þessir: Hall-
dór Johnson, Guðm. Gísiason, S. Finnsson, W. H. Paulson,
Dr. Brandson, J. Hall og J. T. Friðriksson.
Fundarbók fyrir 3 fyrstu fundi var lesin og samþykt.
Séra Fr. Hallgrímsson lagði fram þessa framhalds-
skýrslu frá kjörbréfanefndinni:
Kjörbréfanefndin leyfir sér að tilkynna þinginu, að
vegna annríkis gleymdist henni í gær að geta þess, að séra
Jón Bjarnason tilkynti nefndinni afsökun frá séra Pétri
Hjálmssyni, sem gat ekki komið á þingið, og leggjum vér
til, að afsökun hans sé tekin góð og gild.