Áramót - 01.03.1909, Síða 131
i35
Enn freraur leyfum vér oss að leggja til, að Þorláki
Jónssyni sé veitt málfrelsi á þinginu.
Chr. Johnson, Fr. Hallgrímsson, S. Th. Westdal
Var hún samþykt í einu hljóði.
Séra N. S. Thorlaksson lagði til, að lagabreytingarmál-
inu sé frestað til óákveðins tíma, og var það samþ.
Þá lagði séra K. K. Ólafsson fram þetta álit frá
nefndinni, sem átti að íhuga ársskýrslu forseta:
‘'Oss, sem kosnir vorum í nefnd til að íhuga ársskýrslu
íorseta og raða málum á dagskrá, f:nst það viðeigandi og
verðskuldað, að þingið tjái forsetanum þakklæti sitt fyrir
starf hans í þarfir kirkjufélagsins á liðnu ári, og fyrir þá
einkar greinilegu skýrslu, er hann hefir lagt fyrir þingið.
Mætti starf hans ha’.da áfram að blessast og honum unnast
af náð guðs að afkasta enn miklu í þarfir kirkjufélagsins
og guðs ríki til eflingar.
Vér látum í ljós gleði vora yfir þeim nýju söfnuðum,
sem sókt hafa um inngöngu í kirkjufélagið og eru nú orðnir
félaginu tilheyrandi. Vér treystum, að samvinnan verði
blessunarrík fyrir oss og þá. Einnig er það mikið gleði-
efni, að nýr maður hefir bæzt í tölu hinna vígðu starfs-
manna félagsins, presturinn Hjörtur J. Leó. Mikið höfum
vér guði fyrir að þakka, að hugur svo margra ungra efnis-
manna úr vorum hópi hefir í siðustu tið snúist til þess að
gerast kennimenn. Góður guð gefi að starfsmönnunum
megi stöðugt fjölga og oss opnast vegir til að starfa betur
og meir.
Vér leyfum oss að vekja eftirtekt á ráðleggingum for-
setans viðvíkjandi óvígðum kirkjum og trúmálafundum í
söfnuðunum. Hvorugt þetta mál búumst vér við að verði
á dagskrá, en ummæli forsetans ættu að vekja á þeim at-
hvgli og koma þeim málum í réttara horf.
Viðvíkjandi málunum alment, sem skýrslan ræðir um
og væntaniega verða tekin á dagskrá, viljum vér ráða til, að
allar nefndir, sem um þau kunna að fjalla, taki nákvæm-
lega tillit til tillaga og ráðlegginga forsetans, því í þessu