Áramót - 01.03.1909, Page 133
137
Friörik J. Bergmann var kosinn formaöur nefndarinnar og
séra Rúnólfur Marteinsson skrifari. Á fyrsta fundinum
var ráðstafaS starfsviöi þeirra Hjartar J. Leó, Carls J.
Ólsons og Sig. S. Christophersonar, það sem eftir var tím-
ans til haustsins. Hjörtur J. Leó starfaði fyrir Lundar-s.
og Furudals-s.; C.J.Ólson starfaði hjá ísafoldar-s., Hóla-s.
og St. Jchannesar-s.; S. Christopherson starfaði fyrir Swan
River-s. Á síðastliðnu hausti voru hinum ymsu prest-
lausu söfnuðum vorum send prentuð eyðublöð með fyrir-
spurnum viðvíkjandi prestsþjónustu þeirri, sem þeir æsktu
eftir. Sumir söfnuðirnir svöruðu og tók nefndin beiðnir
þeirra tii meðferðar. En nefndin komst að þeirri niður-
stöðu, að ráðstafa sem minst starfi trúboðanna fram að
næsta kirkjuþingi. Var því að eins hr. Guttormur Gutt-
ormsson ráðinn til að starfa í umboði nefndarinnar, og var
honum falið verksvið í Grunnavatns- og Álftavatns-bygð-
um fram til næsta þings.
Winnipeg, 24. Júní 1909.
R. Marteinsson, F. J. Bergmann, W. H. Paulson.
Þá gerði séra Fr. Hallgrímsson grein fyrir starfi guðs-
þjónustuforms-nefndarinnar, og lagði fram frumvarp til
guðsþjónustuforms, sem prestafélagið hafði athugað og
fallist á. Hann lagði til að nefnd þriggja manna sé skipuð
til þess að íhuga það mál. Var það sainþykt, og i nefnd-
ina skipað.r: Jén jónsson, Jónas Jó’:ann:sscn og Jakob
Benediktsson.
Þá var tekið fyrir heimatrúboðsmálið og samþykt að
skipuð skyldi 5 manna nefnd til þess að íhuga það mál.
f nefndina voru skipaðir: Séra Jón Bjarnason, séra R.
Fjeldsted, P. V. Pétursson, Halldór Halldórsson og Hall-
dór Ar.derson
Þá var tekið fyrir málið um 25 ára afmæli kirkjufélags-
ins, og samþykt að skipuð skyldi 5 manna nefnd til þess að
íhuga það mál. 1 nefndina voru skipaðir: séra Fr. Hall-
grímsson, S. S. Hofteig, W. H. Paulson, C. B. Jónsson og
Gamalíel Þorleifsson.