Áramót - 01.03.1909, Síða 136
140
einasta sunnudagsskóla kirkjufélagsins séu kend hin nauö-
synlegustu atriöi um skaðvæni áfengis á mannlegan líkama,
og felur þaö sunnudagsskólanefndinni að semja leiðbeining-
ar þar að lútandi fyrir kennarana í þeim skólum.
Á kirkjuþingi í Winnipeg, 26. Júní 1909.
R. Marteinsson, Kl. G. Jónasson.
Nefndarálitið var samþykt.
Nefndin í guðsþjónustuforms-málinu lagði fram svo
hljóðandi álit:
“Nefndin sem sett var til að fjalla um frumvarp til
guösþjónustuforms fyrir söfnuði kirkjufélagsins, hefir í-
hugað málið, og út af þeirri íhugan er nefndin því með-
mælt, að þingið aðhyllist frumvarpið til samþyktar. Síðan
vill nefndin ráða til þess að frumvarpið verði sérprentað
nú þegar, áður en þing þetta er úti, svo að söfnuðir kirkju-
fél. geti sem fyrst haft tækifæri til að kynnast því, sér til
leiðbeiningar.
John Johnson, J. Benediktsson, J. Jóhannesson.
Var það samþykt.
Fundi frestað þangað til kl. 2 e. h. sama dag.
I
ÁTTUNDI FUNDUR—kl. 2 e. h. sama dag.
Jón J. Vopni, ráðsmaður “Sam.” og “Áramóta” lagði
fram skýrslu sína sem fylgir:
Til kirkjuþingsins 1909.
Herra forseti! Alls eru kaupendur Sameiningarinnar
809, og þess utan eru send ókeypis 86 eintök til presta,
mentastofnana og sjúkrahúsa í Canada, til Bandaríkj-
anna og til íslands. Upplagið er sem áður 1,000.
Kaupendur blaðsins skiftast þannig:
í Winnipeg-borg 163, annarstaðar í Canada 356, eða alls í
Canada 519. í Bandaríkjunum 204 og á íslandi 86 Jsem
borgaj, til samans 290. Samtals því borgandi kaup. 809.
Nýir kaupendur á árinu 42, uppsagnir 7.
Áramót hafa selst minna á þessu ári en í fyrra, og