Áramót - 01.03.1909, Page 138
142
Burðargjald og afföll á ávísun.... 35-°o
$330-35
Tekjur.
Innheimt fyrir Áramót...............$205.30
24. Júní 1909 skuld við ráðsmann.... 125.05
$330-35
Við undirskrifaðir höfum yfirskoðað reikninga Ára-
mótanna frá síðasta kirkjuþingi til þessa dags, og vottum
hérmeð aS þeir eru nákvæmlega rétt færðir.
Winnipeg, 24. Júní 1909.
Th. Thorarinsson, M. Markússon, yfirskoð.m.
Samkvæmt tillcgu B. Jones og Klemens Jónassonar
var skýrslunni veitt viðtaka.
Elis Thorwaldson og H. Ásbjörnsson lögðu til að setja
þriggja manna nefnd í tímaritamálið. Samþykt. í nefnd-
ina voru skipaðir: Sig. Sigurðsson, Jóh. Briem og Halldór
Johnson.
Séra Jóh. Bjarnason lagði fram álit nefndarinnar i
heimatrúboðsmálinu, svo hljóðandi:
“Vér, sem kvaddir vorum í nefnd hér á þinginu til að
ihuga heimatrúboðsmálið.leyfum oss að leggja fram svo
hljóðandi nefndarálit:
1. Vér álítum sjálfsagt að allir |x i. starfskraftar, sem
fáanlegir eru í þjónustu heimatrúboðsins, séu notaðir.
Leggjum vér því til, að þeir hr. S. S. Christopherson og
hr. Guttormur Guttormsson, sem væntanlega verða prest-
vígðir hér á þinginu, séu ráðnir ti! missíónar starfsemi
framvegis, og sömuleiðis Carl J. Ólson ráðinn til sama
starfs, þar til hann hverfur aftur til prestaskólans í haust
komandi.
2. Vér álitum að engum trúboða kirkjufélagsins eigi
að greiða minni laun en $50.00 um mánuðinn, auk ferða-
kostnaðar.
3. Sjálfsagt þykir oss að taka til greina bendingar