Áramót - 01.03.1909, Qupperneq 149
153
kirkjufélagsins, Sameining'n, hefir haldiö fram á liðnu ári,
sé réttmæt stefna kirkjufélagsins, en mótmæ'.ir þeim árás-
um á þá stefnu, sem komiö hafa fram innan kirkjufélagsins
frá séra F. J. Bergmann í tímariti hans, Breiöablikum. Og
út af þeim árásum gerir þingið eftirfylgjandi þingsálykt-
anir:
1. Kirkjuþingið neitar, aö trúarjátningar kirkjufélags-
ins sé að eins ráðleggjandi en ekki bindandi, eins og haldið
hefir verið fram af séra F. J. Bergmann í Breiðablikum.
Trúarjátningar eru bindandi þar til þær eru af numdar.
2. Kirkjuþinglð neitar því, að kennimenn kirkjufé-
lagsins hafi rétt til að kenna hvað sem þeim lízt, jafnvel þó
þeir geti sagt að þeir sé að kenna eftir beztu samvizku og
sannfæring. Þeir hafa ekki leyfi til að kenna innan kirkju-
félagsins nokkuð er kemur í bága við það, er þeir hafa
skuldbundið sig til að kenna sem prestar kirkjufélagsins.
3. Kirkjuþiiígið neitar, að trúarmeðvitund mannsins
hafi úrskurðarvald yfir heilagri ritningu, og megi hafna
orði hennar eftir vild, og þeirri niðurstöðu, sem af þessu
flýtur, að biblían sé óáreiðanleg bók. Aftur á móti lýsir
kirkjuþingið yfir því, að það haldi fast við þá játningu
kirkjufélagsins, að öll ritningin sé guðs orð, áreiðanlegt og
innblás ð, og að hvað eina beri þar að dæma eftir mæli-
kvarða biblíunnar sjálfrar.”
Geo. Peterson lagði fram þessa tillögu til þingsálykt-
unar:
“Til þess að trúmálaágreiningur sá, sem á sér stað.
verði e’gi kirkjuíéiagi voru til tjóns, leyfi eg mér að bera
fram svo hljóðandi tillögu, er komi í stað þeirrar, sem þeg-
ar er fyrir þinginu:
1. Að báðar skoðanir, sem fram hafa komið, sé álitnar
jafn-réttháar í kristninni og kirkjufélagi voru, þegar þeim
er haldið fram á grundvelli trúarinnar, og þeir, sem þeim
fyigja, hvorri um sig, megi ræða það sem á milli ber í friði
í fullu trausti þess, að sannleikurinn verði ofan á að síð-
ustu.