Áramót - 01.03.1909, Page 162
og nemur hann nú aS frádregnu því, sem úr honum hefir
verið variö, $1,855.05.
Á síöasta kirkjuþingi var nefndinni falið aS styrkja
tvo drengi á heiðingjatrúboösskóla General Councils í
Rahjamundry á Indlandi, sem svaraöi 30 dollars hvorn.
Þetta hefir nefndin gert. Og eru nú tveir drengir á Boys
Centrai Schooi, Lutergiri, Rajahmundry, á Indlandi, að
veröa aðnjótandi þessa styrks.
Annar þeirra heitir Kakara Bushanan og er 12 ára
gamall; hinn Mandru Joseph, 13 ára gamall. Báöir eru
þeir í fyrstu deild skólans flst FormJ, og eru frá hinu svo
kailað Bihiinawaram district. Forstöðumaður þess skóla
heitir séra C. F. Kuder.
Finst oss það mikiö gleðiefni, að kirkjufélagiö hefir
gert þessa litlu byrjun til að styrkja þetta starf, og vonum
vér aö það verði vísir til annars meira.
Ekki hefir nefndin á árinu getað fengið neinn mann,
sem sjálfur hefir tekið þátt í trúboðinu meðal heiðingja,
til aö tala máli trúboðsins á meða] fólks vors, eins og farið
var fram á á síðasta kirkjuþingi. En hún telur æskilegt aö
af því verði í framtíðinni.
Nefndin hefir skrifast á við heiðingjatrúboðsnefnd
General Councils viðvíkjandi því, að fá sett sig í samband
við það félag hvað heiðingjatrúboðsstarfsemina áhrærir í
framtiðinni. Hvernig sem vér kunnum að vilja styrkja það
starf, verður það þegið með þökkum. Ef vér getum lagt
til vorn eigin trúboða, getur hann starfað undir umsjón
þeirra. En meðan vér ekki höfum trúboða frá oss sjálfum
getum vér fengið að styrkja starfsemi þeirra á hvern þann
hátt er vér óskum.
Eftirfylgjandi upplýsingar hef'r heiðingjatrúboðs-
nefnd General Councils gefið oss viðvíkjandi starfi þeirra
á Indlandi:
Það kostar 500 til 600 dollars um árið að halda kven-
trúboða á Indlandi.