Áramót - 01.03.1909, Page 164
iö tuttugu og fimrn ára gamalt, leyfir sér að leggja fram
svo látandi tillögur til þingsályktunar:
1. Að næsta kirkjuþing verði haldiö í Winnipeg.
2. Aö forseta kirkjufélagsins sé falið aö sjá um, að
haldin verði sérstck og hátíðleg minningar-guðsþjónusta á
því þingi.
3. Að forseta sé falið að bjóða til þingsins biskupi ís-
rands sem heiðursgesti þess og fulltrúa fyrir móðurkirkj-
una íslensku. Geti ekki biskupinn sætt því boði fyrir sjálf-
an sig, nái það boð jafnt til hvers annars manns, er hann
veldi til þeirrar þingfarar í sinn stað.
4. Að embættismönnum kirkjufélagsins sé heimilað að
bjóða til þingsins einum eða fleirum embættismönnum lút-
ersku kirkjunnar í þessu landi, og ráði þeir einnig hverjir
og hve margir þeir sé.
5. Að í stað hins venjulega heimatrúboðs-offurs sé hjá
fólki kirkjufélagsins leitað sérstakra samskota er lögð sé
fram sem þakkaroffur til stofnunar 25 ára afmælis-sjóðs, til
eflingar heimatrúboðinu, og reynt sé að sá sjóðstofn verði
að minsta kosti $5,000.
6. Að sjóður þessi sé óskerðanlegur Éyrst um sinn, en
vextina megi brúka í þarfir heimatrúboðsins er nauðsyn-
legt þykir. En óbrúkaðir v#xtir af þeim sjóði sé lagðir
við höfuðstólinn á hverju ári og hann þannig aukinn.
7. Að heimatrúboðsnefndin ann st um þessa fjársöfnun
og brúki af því, sem inn kemur, fé t'l héimatrúboðsstarf-
seminnar á komanda ári.
8. Að Áramót næsta ár birtist í skrautútgáfu og þetta
þing kjósi tvo menn t:l aðstoðar ritstjóra við útgáfu þess
rits.
Á kirkjuþingi í Winnipeg, 29. Júní 1909.
Fr. Hallgrímsson, W. H. Paulson,
S. S. Hofteig. C. B. Jónsson.
Samþykt að taka nefndarálitið fyrir lið fyrir lið.
Fyrsti liður samþyktur. Annar liður samþyktur.
Við þriðja lið gerði séra Jón Bjarnason þá viðauka-