Áramót - 01.03.1909, Side 165
iö9
t llögu, að forstöðumanni heimatrúboðsins á íslandi, hr.
Sigurbirni Á. Gíslasyni sé e,innig boðið á næsta kirkjuþing,
og var þaö samþykt.
Þriðji liður með áorðinni breytingu samþyktur.
Fjórði iiður samþyktur. Fimti liður samþyktur Sjötti
liður samþyktur.
Við sjöunda lið gerði séra K. K. Olafsson þá breyting-
artillögu: að þriggja manna milhþinganefnd annist um
þessa fjársöfnun, og brúkað sé af því sem inn kemur fé til
heimatrúboðsstarfseminnar á komanda ári. Samþykt.
Við áttunda lið gerði séra N. S. Thorláksson þessa
breytingartillögu: Gefið skaí út sérstakt minningarrit
næsta ár, og skulti tveir menn kosnir til þess að annast um
útgáfu þess ásamt forseta kirkjufélagsins. Samþykt.
Nefndarálitið með áorðnum breytingum samþykt.
Séra Fr. Hallgrímsson mintist á kirkjufund þann, er
kæmi saman á Þingvöllum á íslandi a. Júlí þ. á., og lagði
til, að forseta sé falið að senda þeim fundi árnaðar-sím-
skeyti frá kirkjufélaginu; var það samþykt í einu hljcitði.
Þá var tekið fyrir tímaritamálið.
Fyrsti liður samþyktur. Annar liður samþyktur.
Samþykt að fresta þriðja og fjórða lið um óákveðinn
tíma.
Nefndarálitið með áorðnum breytingum samþykt.
Séra K. K. Olafsson lagði til, að upplag Áramóta
þetta ár sé .1,500 eintök . Samþykt.
Þá lagði W. H. Paulson, fyrir hönd nefndarinnar, sem
átti að íhuga fyrirspurnina frá Víkur-söfnuði, fram þessa
skýrslu:
“Nefndin sem sett var til þess að íhuga spurninguna,
sem lögð var fyrir þingið um það, hvort það álitist rétt að
lána vígðar kirkjur í félaginu fyrir guðræknis athafnir
Únítara, leyfir sér að leggja fram svo hljóðandi tillögu til
þingsályktunar:
1. Kirkjuþingið álítur ekki tilhlýðilegt að vígðar kirkj-
ur lúterskra safnaða séu notaðar fyrir samkomur Únítara.