Áramót - 01.03.1909, Síða 167
Svo til þess aö geta mætt þessum tekjuhalla, leggjum
vér fram eftirfylgjandi tillögur:
1. Að borgaö sé úr kirkjufélagssjóði $100 eins og síð-
astliðið ár var gert.
2. Að bandalagið sé beðið að leggja fram peningalegan
styrk, sem svarar að minsta kosti $100.
3. Að skorað sé á forseta hinna sameinuðu bandalaga»
að sjá svo um, að kaupendur að blaðinu geti fjölgað sem
svarar 400 eða meir á árinu. Og eins þyrftu kirkjuþings-
menn frá þeim söfnuðum þar sem engin bandalög eru starf-
andi, að hafa áhuga fyrir því, að blaðinu aukist kaupendur.
4. Vér leggjum til, að núverandi ritstjóri, séra N. S.
Thorláksson, sé ráðinn framvegis sem ritstjóri blaðsins með
sömu launum og verið hefur, og að þriggja manna nefnd
annist fyrir hönd kirkjufélagsins útgáfu blaðsins, og í þá
nefnd séu skipaðir: Friðjón Friðriksson, J. A. Blöndal og
Jakob Benediktsson.
Á kirkjuþingi í Winnipeg, 29. Júní 1909.
E. Thorwaldson, Ol. Olafsson, G. Egilsson.
Samþykt að fresta þessu máli þangað til sunnudags-
skólamálsnefndin hafi lagt fram ársskýrslu sína.
Var svo klukkan 6 fundi frestað til kl. 9 næsta dag.
FJÓRTÁNDI FUNDUR
miðvikudaginn 30. Júní kl. 9 f. h. Sunginn voru nokkur
vers af sálminum nr 15 og séra K. K. Ólafsson las Róm.
15 Og bað bæn.
Fundarbók frá 12. og 13. fundi lesin og samþykt.
G. Erlendsson, sem þurfti að fara af þingi, ávarpaði
þingmenn nokkrum kveðjuorðum.
Þá lagði séra Jóhann Bjarnason fram þessa ársskýrslu
fyrir hönd sunnudagsskólanefndarinnar:
“Sunnudagsskólanefnd sú, sem kosin var á síðasta
kirkjuþingi, hefir sama sem ekki gert neitt. Hún hefir
aldrei náð saman, og ekki var hægt fyrir hana að fá það