Áramót - 01.03.1909, Page 168
172
fé, sem þurfti til þess aö gefa út “Ljósgeisla I”, eins og
óskað var eftir á síöasta þingi.
En upplýsinga hefir hún aflað sér hjá útgáfunefnd
General Council, sem gefur út spjöldin, um það, að þau sé
fáanleg óðar en vér séum til með pöntunina.
Til er enn töluverður forði af “Ljósgeislum II”, og
liefir séra N. S. Thorláksson annast um sölu og útsending
á þeim eins og í fyrra.
Á árinu hefir selzt 441 eintak.
Yfir því hefir verið kvartað, að ekki væri hægt að fá
Ljósg. I og sömuleiðis yfir því, að kirkjufélagið skuli ekki
hafa neinar aðrar sameiginlegar lexíur með útskýringum.
Er það álit nefndarinnar, að þingið ætti að gera ráðstöfun
fyrir þessum Ljósgeislum og líka um aðrar sameiginlegar
lexíur fyrir eldri börn.
I tilefni af þessu leyfir nefndin sér að koma með eftir-
fylgjandi tillögur:
1. Að þriggja manna milliþinga sd.sk.nefnd sé kosin,
og sé henni sérstaklega falið á hendur að sjá um að gefnir
verði út Ljósgeislar I á árinu, og hafi leyfi til þess að taka
nauðsynlegt lán til útgáfunnar upp á ábyrgð kirkjufél.
2. Að prestum kirkjufélagsins sé falið á hendur að
velja sameiginlegar lexíur fyrir sd.skólana handa eldri
börnum og gera ráðstafanir um útskýringar á þeim.
Á kirkjuþingi í Winnipeg 29. Júní 1909.
N. Stgr. Thorláksson, Jóh. Bjarnason.
Fyrri tillaga nefndarinnar samþykt. Síðari tillögunni
frestað um óákveðinn tíma.
F. Finnsson, sem þurfti að fara af þingi, ávarpaði
kirkjuþingið.
Þá lá fyrir álit þingnefdarinnar í málinu um útgáfu
Framtíðarinnar.
Fyrsti liður samþyktur. Annaf liður sömuleiðis. Þriðji
liður sömuleiðis. Fjórði liður sönnileiðis. Og nefndarálit-
ið svo í heild sinni samþykt.
Chr. Johnson lagði til, að kirkjufélagið ábyrgist fjár-