Áramót - 01.03.1909, Page 169
173
hagslega útgáfu Framtíðarinnar, og var það samþykt.
Þá var tekið fyrir aftur málið um endurskoðun á lög-
um kirkjufélagsins.
Forseti gaf þann úrskurð viðvíkjandi breytingartill.
við grundvallarlögin, að sú breytingartillaga kæmist ekki
að. Samþykt að fresta öllu þessu máli til næsta þings.
I>á lagði séra B. B. Jónsson fram þessa breytingar-
tillögu við grundvallarlögin:
1. í staðinn fyrir orðin í ix. gr.: “tveir þriðjungar”,
komi orðið: “helmingur.”
2. í staðinn fyrir orðin í vi. g.: “einhverjum söfnuði”
komi orðin: “þeim söfnuði”.
Þá lagði Fr. Friðriksson fram þessa skýrslu fyrir
hönd nefndarinnar, sem átti að íhuga árskýrslu skrifara og
féhirðis:
“Vér höfum lesið og ihugað skýrslur féhirðis og skrif-
ara kirkjufé'agsins, og leyfum oss að skýra þinginu frá því,
að þær eru glöggvar og greinilegar í alla staði, og Ieggjum
vér það til, að þingið þakki þessum embættismönnum fyrir
þær.
Út af bendingu í skýrslu skrifara látum vér það álit i
ljós, að i skýrslum safnaðanna ætti að færa inn að eins þau
prestsverk, sem unnin eru fyrir safnaðarmeðlimi. Ættu allir
sem skýrslur senda, að fylgja sömu reglu með það, en sér-
staklega mætti þó geta um þau verk, sem prestar hafa unn-
ið utan safnaðarins.
Vér mælum með því, að þingið samþykki þá bendingu
skrifarans, að allar skýrslur viðvíkjandi sunnudagsskólum
verði beinlínis sendar til mill þinganefndarinnar í sunnu-
dagsskólamálinu, en ekki til skrifara kirkjufélagsins; það
er vinnusparnaður að gera það.
Fr. Friðr'ksson, Carl J. Olson.
Var nefndarálitið samþykt.
Þá lagði séra Fr. Hallgrímsson fram þessa tillögu til
breytingar á grundvallarlögum kirkjufélagsins:
“i. 1 xv. gr. grundvallarlaganna, i stað orðanna: